Chago T.S. Rodriguez Segura ráðin sem landsliðsþjálfari Kyorugi landsliðisins.
Síðustu vikur hefur TKI verið að vinna að því að ráða landsliðsþjálfara Kyorugi landsliðsins. Sjö umsóknir bárust inn og efir að vera búin að skoða þær umsóknir komst TKI að niðurstöðu og réð MR. Chagi T.S. Rodriguez Segura til þess að leiða landsliðið næstu árin. Mr. Chago hefur mikla reynslu sem þjálfari og var hann valinn þjálfari mótsins á stóru alþjóðlegu móti Trelleborg open 2014. Chago hefur þjálfað heimsklassa keppendur sem hafa unnið til titla á EM, HM og farið á Ólympíuleikana í tvígang.
Bindum við miklar vonir við að fá hann hingað til landslins.
Teljum við þetta vera mikið tækifæri fyrir Íslenska landslið.
Telur stjórn TKI tíman líða hratt þar sem styttist í HM og önnur stór mót. Því eigum við von á Chago fyrir Íslandsmótið til þess að fylgjast með okkar bestu keppendum keppa og fylgjast með tækni þeirra og kunnáttu.
Einnig langar okkur að bjóða uppá æfingar til þess að koma á móts við mjög áhugasama landsliðsiðkendur,U&E, Minior og aðra sem hafa áhuga.
Á meðan dvöl Chago stendur hér á landi mun TKI bjóða uppá opnar æfingar í Aftureldingu. Íþróttahúsinu Varmá Mosfellsbæ. Taekwondo sal önnur hæð.
Fimmtudag 12. Mars.
- Kl. 18:30 – 19:30 Minior Ungir og Efnilegir. 8-11 ára.
- Kl. 19:30 – 20:30 11 ára og eldri öll belti, sem eru ekki að fara að keppa á Íslandsmóti ( ekki ráðlegt) eru velkomnir
Sunnudag 15.mars
- Kl.12:00-14:00 Cadet – Rauð belti og uppúr.
- Kl.14:00-16:00 Landsliðsfólk eða þeir sem hafa hug að því að reyna að komast í landsliðið þegar Úrtökur verða í Apríl rauð belti og uppúr.
Vonumst við til þess að eiga gott samstarf með nýráðnum Landsliðsþjálfara, landsliðsfólki, Ungum & efnilegum, þjálfurum deilda, deildum, foreldrum og öðrum Iðkendum. Vonumst við til þess að okkar iðkendur nái sem lengst í Íþróttinni.
Áfram Ísland.
Með bestu kveðju
Fyrir hönd stjórnar TKI
Kolbrún Guðjónsdóttir
Formaður Taekwondosamband Íslands