Breytingar á Landsliðsþjálfara í bardaga

By:

Taekwondosamband Íslands kynnir með stolti nýjan landsliðsþjálfara í bardaga Rich Fairhurst sem mun hefja störf í febrúar 2025.

Taekwondosambandið hefur skrifað undir samning við  Rich  um að taka við landsliði Íslands í bardaga fram yfir Ólympíuleikana í LA 2028. Það er mikill fengur í Rich sem hefur starfað sem landsliðsþjálfari í Bretlandi síðastliðin 9 ár.  Hann býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á efsta stigi í Taekwondoheiminum. Taekwondosambandið býður Rich velkominn og hlakkar til samstarfsins.

Eftir frábært ár hjá landsliði Íslands í bardaga undir styrkri leiðsögn Gunnars Bratli landliðsþjálfara kynnum við breytingar sem verða núna 1. febrúar þegar Gunnar Bratli lætur af störfum. Gunnar hefur unnið frábært starf með landslið Íslands í bardaga sem hefur sýnt sig bersýnilega þar sem  landsliðið landaði 3 x G-gull, 4 x G-silfur og 2 x E-Gull undir hans stjórn sem er sennilega besti árangur Íslenska landsliðsins frá upphafi. Við Þökkum Gunnari fyrir frábær störf og óskum honum velfarnaðar með þau verkefni sem hann tekur sér fyrir. 

Yfirlýsing frá Gunnari:

„ I am  very happy with the development of the team the last season/year taking several medals in G-class tournaments , but I don’t think I am able to take them to the next level without the recourses and the access to a high level environment where they can work together with top athletes. So when the federation now has found a coach from a high level environment who will follow up both there and in Iceland, I will gladly  step aside and wish both the new coach,  all athletes and the federation all the best for the future.

Best regards,

Gunnar“

Þessar breytingar eru rökrétt framhald á frábæru starfi Gunnars og næsta skref okkar á vegferð sambandsins að LA 2028 og Brisbane 2032. Það eru spennandi tímar framundan.