Ársþing TKÍ – síðara fundarboð
Komið þið sæl, meðfylgjandi er síðara fundarboð á ársþing TKÍ sem haldið verður þann 28. mars 2019 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Þingið hefst kl. 19:30 og verður dagskrá skv. lögum sambandsins.
Athygli er vakin á því að kosið verður til formanns til eins árs til að ljúka kjörtímabili núverandi formanns sem stígur til hliðar.
Kjörbréf verða send til aðildarfélaga TKÍ í næstu viku.
- Þingsetning.
- Kosning 1. og 2. þingforseta.
- Kosning 1. og 2. þingritara.
- Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.
- Ávörp gesta.
- Álit kjörbréfanefndar.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Endurskoðaðir reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar.
- Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
- Kosning þingnefnda.
- Þingnefndir starfa.
- Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.
- Þjónustugjald ákveðið. Þjónustugjaldið er nefskattur, sem innheimtist af félögum/deildum miðað við skráða iðkendur árið á undan skv. starfsskýrslum ÍSÍ.
- Tillögur um breytingar á lögum TKÍ teknar til umræðu og afgreiðslu.
- Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði teknar til umræðu og afgreiðslu.
- Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem komið hafa fram á þinginu og þingmeirihluti leyfir.
- Kosningar:
- stjórn og varastjórn, sbr. 10. grein
- 1 skoðunarmaður reikninga til tveggja ára í senn. Á fyrsta þingi sambandsins sem þessi lög eru í gildi, skal þó kjósa 2 skoðunarmenn reikninga, annan til eins árs og hinn til tveggja ára.
- fastanefndir sem starfa milli taekwondoþinga.
- fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ fer fram.
- Þingslit