Landsliðsæfingar í Sparring 7-9 okt.
Helgina 7 – 9. okt nk. fara fram æfingar fyrir landsliðið í bardaga.
Gunnar Bratli landsliðsþjálfari, mun stjórna æfingum ásamt aðstoðarmönnum.
Allir keppendur, rautt belti og upp, í junior (14-17 ára) og senior (18-35 ára) eru boðnir
velkomnir.
Vinsamlegast mætið með allar hlífar og Daedo sokka á sunnudegi.
Gunnar er ávallt til í að bjóða nýja iðkendur velkomna sem vilja spreyta sig og býður hann þá velkomna á æfinguna. Þeir aðilar sem vilja mæta eru hvattir til að senda upplýsingarnar sínar og ferilskrá á tveita@mudo.no.
Þjálfarar eru velkomnir.
Æfingarnar fara fram í Björk Haukahrauni 1, Hafnarfirði.
Dagskrá:
Föstudagur 7. október
kl. 18.00-20.00 Æfing
Laugardagur 8. október
kl. 10.00-12.00 Æfing
kl. 12.00-14.00 Hlé
kl. 14.00-16.00 Æfing
Sunnudagur 9. október
kl. 11.00-15.00 Daedo æfing