Dómaranámskeið í Kyrogi 8. Okt

By:

Yfirdómari TKÍ Malsor Tafa mun halda dómaranámskeið í Kyrogi laugardaginn 8. október 10:00-16:00. 

Sérstaklega er óskað eftir að félög kalli til eldri svartbeltin sín og biðji þau um að mæta. 

Lágmarks kröfur til að sitja námskeiðið er að einstaklingurinn sé að minnsta kosti 14 ára og með rautt belti (4. Geup). 

Þeir sem eru 17 ára með rautt belti og eru að koma í fyrsta sinn og standast námskeiðið munu fá „PP (Provisional) National Referee“ réttindi. 

Ætlast er til að þeir dómarar sem þegar eru komnir með réttindi mæti og rifji upp í ljósi reglubreytinga. 

Æft verður með Daedo Gen2 kerfi. 

Skráning sendist á tki@tki.is.

Staðsetning Mudo Gym Víkurhvarfi 1 Kópavogi.