Landsliðsúrtökur í bardaga og landsliðsverkefni á komandi önn.
Helgina 19. – 21. ágúst nk. fara fram úrtökur fyrir landslið í bardaga.
Nýráðinn landsliðsþjálfari, Gunnar Bratli, mun stjórna æfingum ásamt aðstoðarmönnum.
Allir keppendur, rautt belti og upp, í junior (14-17 ára) og senior (18-35 ára) eru boðnir
velkomnir. Vinsamlegast mætið með allar hlífar og Daedo sokka á sunnudegi.
Þjálfarar eru velkomnir í starfið frá upphafi.
Nýir iðkendur eru hvattir til að koma með ferilskrá og markmið sín á úrtökurnar. Einnig má senda ferilskrá á tveita@mudo.no
TKÍ stefnir á mikla uppbyggingu næstu árin og hvetur sérstaklega þá keppendur sem
eru tilbúnir til að gera það sem þarf til að ná langt á alþjóðavettvangi, á EM, HM og
Ólimpíuleikunum að mæta á æfinguna.
Athugið – þeir keppendur sem komast ekki þessa helgi eiga kost á að senda
landsliðsþjálfara póst og mæta þá helgina 9. – 11. september nk. í samráði við hann.
Lokahópurinn verður tilkynntur eftir þá helgi.
Æfingin fer fram í Mudo í Vikurhvarfi.
Dagskrá:
Föstudagur 19. ágúst
kl. 18.00-20.00 Æfing
Laugardagur 20. ágúst
kl. 10.00-12.00 Æfing
kl. 12.00-14.00 Hlé
kl. 14.00-16.00 Æfing
Sunnudagur 21. ágúst
kl. 11.00-15.00 Daedo æfing
Hér að neðan er dagskrá landsliðsæfinga og móta sem stefnt er á á komandi haustönn með fyrirvara breytingar.
September
9-11 Landsliðshelgi
17-18 Slovenia Open
Október
1-2 Albania Open
7-9 Landsliðshelgi
22-23 Greece Open
28-30 Landsliðshelgi
Nóvember
12-13 Paris Open
19-20 HM Sparring Mexíkó (13. – 20. nóv.)
25-27 Iceland Open Invitational. Æfingabúðir og test fights með erlendum gestum
Desember
9-11 Landsliðshelgi