Niðurfelling bardagahluta bikarmóts á sunnudag

By:

Kæru félagar,

Mótsstjórn TKÍ neyðist því miður til að fella niður sparring hluta bikarmótsins, sem fram átti að fara á sunnudaginn. Óskað var eftir starfsfólki frá félögum til að manna stöðugildi á mótinu í hlutfalli við skráða keppendur frá þeim, líkt og fram kom í boðsbréfi, en því miður var eitt fjölmennt félag og tvö önnur smærri sem ekki sáu tilefni til að senda starfsfólk á mótið í samræmi við skráningu keppenda. Þar sem slíkt hefur í för með sér að hvorki er hægt að manna mótið með fullnægjandi hætti né tryggja öryggi keppenda enda er með því verið að varpa álagi og vinnu á önnur félög umfram það sem eðlilegt eða unnt getur talist, ákvað mótsstjórn því að aflýsa þessum hluta mótsins og vonar að á næsta móti verði mönnun með eðlilegum hætti. Poomsae hluti mótsins, sem haldinn verður á morgun, fer fram með óbreyttu sniði. Móttstjórn harmar að þessi staða sé komin upp og vonar að hún endurtaki sig ekki.

Mótsstjórn