Svartbeltispróf 1. mai

By:

Um síðustu helgi fór fram svartbeltispróf á vegum TKÍ þar sem prófað var fyrir Kukkiwon skírteini. Alls voru 19 iðkendur sem þreyttu prófið undir vökulu auga Helga Rafns Guðmundssonar, prófdómara.

Prófið fór einstaklega vel fram og gekk vonum framar, bæði hvað varðar árangur iðkenda og eins þær krefjandi aðstæður sem sóttvarnir skapa íþróttinni um þessar mundir. Mikil breidd var hjá próftökum, einn náði þriðja dan, sjö voru að fá annað dan og ellefu fengu sitt fyrsta svarta belti, eins var yngsti iðkandinn 13 ára og sá elsti 65 ára (sem okkur reiknast til að sé sá elsti sem tekið hefur sitt fyrsta svarta belti á Íslandi).

Próftakarnir komu frá Aftureldingu, ÍR, KR og Ármanni og endurspeglar öll umgjörð og þátttaka í prófinu hið góða og víðtæka samstarf sem félög innan hreyfingarinnar eiga með sér.

Taekwondosabandið óskar próftökum innilega til hamingju með árangurinn og vill þakka Helga Rafni, Arnari Bragasyni, Karli Jóhanni Garðarssyni, Eyþóri Atla Reynissyni og Ágústi Erni Guðmundssyni sérstaklega fyrir sinn hluta í framkvæmd prófsins og undirbúning þess. Einnig vill TKÍ þakka Tryggva Rúnarssyni, ljósmyndara, fyrir að vinna enn og aftur ómetanlegt sjálfboðaliðastarf í þágu íþróttarinnar.

Stjórn TKÍ