Álfdís í undanúrslit í 182 keppenda flokki!

By:

Nú um helgina fór fram fyrsta online mótið í poomsae á vegum World Taekwondo.  Mótið var tvískipt í Online WT G2 Poomsae Championships, fyrir senior keppendur og eldri og Online WT Open Poomsae Championships, fyrir junior og yngri, auk sérstakrar keppni fyrir fjölskyldur.  Keppendur á mótinu voru yfir 1000 talsins.

Álfdís Freyja Hansdóttir

Álfdís Freyja Hansdóttir sem keppti fyrir hönd Íslands í junior flokki er nú komin áfram í undanúrslit á þessu stóra móti en sú umferð fer fram online næstu helgi.  Frábær árangur hjá Álfdísi enda 182 keppendur í hennar flokk í fyrstu umferð og helmingur þeirra heldur áfram í undanúrslit.  Við óskum Álfdísi innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með henni í undanúrslitum næstu helgi.

Auk Álfdísar kepptu Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Egill Kári Gunnarsson og Þorsteinn Ragnar Guðnason í junior og Steinunn Selma Jónsdóttir og Hákon Jan Norðfjör í senior.  Einnig tóku tvær fjölskyldur þátt í fjölskylduviðburðinum sem var skemmtileg viðbót við mótahald.  Annars vegar Milan Chang með dætrum sínum Rán og Eir og hins vegar María Rán Guðjónsdóttir með börnum sínum Guðmundi Flóka og Bryndísi Eir.