Ársþing 2020

By:

Kæru félagar, þann 18. júní var haldið ársþing TKÍ, öllu seinna en venja er vegna einstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Vel var mætt og góðar umræður sköpuðust um þau helstu málefni sem sambandið tekst á við.

Að þessu sinni var kjörinn nýr formaður, Lilja Ársælsdóttir, sem kemur frá KR. Aðalmenn í stjórn til tveggja ára voru kjörin Ragnheiður Vidalín Gísladóttir og Haukur Skúlason, og aðalmaður til eins árs var kjörin Þórey Guðný Marinósdóttir.

Varamenn til eins árs voru kjörin Eduardo Rodriguez, Kristín Þyri Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir.

Daníel Jens Pétursson er fimmti aðalmaður stjórnar, kjörinn til tveggja ára á þinginu 2019 hefur ákveðið að láta af störfum sem aðalmaður og við honum tekur því Eduardo Rodriguez.

Ný stjórn þakkar fráfarandi formanni og stjórnarmönnum fyrir þeirra störf í þágu íþróttarinnar.

Stjórnin mun nýta sumarið vel til að skipuleggja starf komandi vetrar og hlakkar til að eiga gott samstarf við aðildarfélög sambandsins.

Stjórn TKÍ