Fyrri áhugasama Ólympískar lyftingar sem styrktarþjálfun – Námskeið

By:

WL-for-Sports_2014

Lyftingasamband Íslands, Evrópska lyftingasambandið og Eleiko munu halda þjálfaranámskeið í Ólympískum lyftingum helgina 16-18 janúar 2015 í tengslum við Reykjavíkurleikana. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð Íslands að Engjavegi 6 í Reykjavík.

Kennarar verða Antonio Urso, forseti Evrópska lyftingasambandssins og prófessor við hin virta Tor Vergata háskólann í Róm og Colin Buckley styrktarþjálfari sem á sæti í þjálfaranefnd Evrópska lyftingasambandssins.

Námskeiðið er þriggja daga námskeið bæði með verklegar og bóklegar æfingar og próf. Bæði verður farið yfir tækniæfingar í ólympískum lyftingum, almenna styrktarþjálfun afreksíþróttamanna með ólympískum lyftingum, styrktarkennslu og öryggi iðkenda við ólympískar lyftingar.

Námskeiðið er hluti af fræðsludagskrá Eleiko og Evrópska lyftingasambandsins sem heitir „Weightlifting for Sports“ og er ætlað öllum styrktarþjálfurum sem vilja auka við almennann styrk iðkenda sinna ásamt því að vera hluti af þjálfaramenntunaráætlun Evrópska Lyftingasambandssins.

Nánari upplýsingar eru hér;

http://lyftingar.wordpress.com/2014/11/21/thjalfaranamskeid-i-olympiskum-lyftingum-2/

 

Bestu kveðjur

Lárus Páll Pálsson

Formaður Lyftingasambands Íslands