Fjarnám fyrir lækna, sjúkraþjálfara og næringarfræðinga á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar

By:

ÍSI hefur óskað eftir því að við myndum aðstoða þau í að koma þessum pósti til þeirra sem starfa innan fagteyma sérsambandanna sinna:

Þó að lítill tími sé til stefnu þá viljum við benda ykkur á spennandi tækifæri fyrir þá lækna, sjúkraþjálfara og næringarfræðinga sem eru í fagteymunum hjá ÍSÍ og sérsamböndum þess.

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) er þátttakendi í öflugu fjarnámi sem stendur þessum fagstéttum til boða.  Þetta er frábært tækifæri til þess að efla þekkinguna á Íslandi og standa við bakið á okkar fagfólki.

Opið er fyrir umsóknir og áhugasömum bent á að kynna sér heimasíður viðkomandi námskeiða.

Íþróttalæknisfræði:

 

Íþróttasjúkraþjálfun:

 

Íþróttanæringarfræði:

  • the IOC 2-Year Distance Learning Diploma programme in Sports Nutrition (starting February 2018)

 

ÍSÍ vill benda mjög áhugasömum einstaklingum á að ÍSÍ hefur tækifæri á að óska eftir möguleika á styrk vegna umsókna vegna 2017 en frestur til að sæka um styrk fyrir læknanámið og sjúkraþjálfunina rennur þriðjudaginn 15. ágúst. Þeir taka fram að þjóðir sem eru stutt á veg komnar í þróun íþróttafagteyma ganga fyrir og því ekki hægt að tryggja styrk né að umsækjendur fái inngöngu í námið.

Þar sem frestur fyrir styk umsóknir í læknanámið og sjúkraþjálfun er 15. ágúst þá óskum við eftir því að hinir áhugasömustu láti ÍSÍ strax vita af áhuga, þau munum þá einnig athuga hvort að eitthvað auka svigrúm sé í boði gangvart okkur varðandi tímasetningar á umsókn.

Athugið að allir sem hafa tilskylda menntun stendur til boða að sækja um þetta nám.

ÍSÍ vill endilega reyna styðja við bakið á þeim sem eru áhugasamir og verður leitast við að aðstoða eftir fremsta megni.

Þetta nám er reglulega í boði og því er mikilvægt að horfa til þessa möguleika í framtíðinni fyrir þá sem starfa að fagteymismálum sérsambanda.