Úrtökur í poomsae landsliðið 2016

By:

Sæl öll, úrtökur fyrir poomsae landslið Íslands veturinn 2016-2017 verða haldnar sunnudaginn 16. október 2016 á milli klukkan 10:00 og 15:00 í íþróttahúsi Aftureldingar að Varmá í Mosfellsbæ.

Allir sem hafa huga á að spreyta sig eru hvattir til að mæta og sýna nýjum landsliðsþjálfara hvað í þeim býr.

Stjórn TKÍ minnir á reglur landsliða sem munu gilda í vetur;

Einungis þeir sem mæta í úrtökur eru gjaldgengir í landsliðið og hafa heimild til að mæta á landsliðsæfingar.

Þeir sem valdir eru í landsliðið skulu mæta á allar æfingar landsliðsins og taka fullan þátt í þeim, nema gildar ástæður séu fyrir fjarveru og þær ástæður tilgreindar sérstaklega fyrirfram til landsliðsþjálfara og TKÍ með skriflegum hætti.  Óútskýrð fjarvist á landsliðsæfingu þýðir að viðkomandi fellur úr landsliðinu.

Landsliðsfólk skal mæta á öll mót sem haldin eru á vegum TKÍ, ýmist sem keppendur, þjálfarar eða starfsfólk, nema gildar ástæður séu fyrir fjarveru og þær ástæður tilgreindar sérstaklega fyrirfram til landsliðsþjálfara og TKÍ með skriflegum hætti.  Óútskýrð fjarvist á móti á vegum TKÍ þýðir að viðkomandi fellur úr landsliðinu.

TKÍ mun skipuleggja vikulegar æfingar á hverjar landsliðsfólk verður að sýna tiltekna lágmarksmætingu til að halda sæti sínu í landsliðinu.

TKÍ beinir því svo sérstaklega til yfirþjálfara einstakra félaga að mæta á landsliðsæfingar með sínum iðkendum til að styðja við þá þjálfun sem þar á sér stað.  Val á keppendum í einstaka landsliðsverkefni getur oltið á hversu vel viðkomandi keppandi hefur sinnt sinni þjálfun skv. fyrirmælum landsliðsþjálfara á milli landsliðsæfinga og þar leikur yfirþjálfari hans stórt hlutverk.

Stjórn TKÍ