Úrtökur fyrir sparring landslið 24. – 25. september

By:

Úrtökur fyrir landsliðið í sparring verða haldnar 24. – 25. september næstkomandi.

Öllum iðkendum 12 ára og eldri er heimil þátttaka í úrtökunum en hafa skal í huga að þær eru hugsaðar fyrir iðkendur sem eru tilbúnir að leggja á sig umtalsvert aukaálag ofan á æfingar í sínum félögum.

Athugið að einungis iðkendur sem mæta á úrtökurnar eru gjaldgengir í landsliðið í vetur, þeir sem ekki mæta á úrtökurnar munu ekki fá sæti í landsliðinu nema stjórn TKÍ og landsliðþjálfari hafi tekið í sameiningu slíka ákvörðun.

Einnig munu þeir sem valdir verða í landsliðið þurfa að mæta á allar skipulagðar æfingahelgar á vegum landsliðsins og ná lágmarks mætingu á aðrar æfingar sem skipulagðar verða á milli æfingahelganna, og verður það fyrirkomulag kynnt landsliðshópnum þegar hann hefur verið valinn, auk annarra reglna sem fylgja sæti í landsliði Íslands.

Föstudaginn 23. september verður haldinn fundur með landsliðsþjálfara og yfirþjálfurum allra félaga innan TKÍ og leggur stjórn TKÍ mikla áherslu á að allir mæti á þann fund til að vera upplýstir um tilhögun þjálfunar landsliðsins í vetur.  Einnig er sterklega mælst til þess að yfirþjálfarar mæti á æfingahelgar með iðkendum frá sínu félagi til að iðkendurnir fái sem mest út úr landsliðsæfingum og þannig hámarki líkurnar á að vera valdir til að keppa fyrir hönd Íslands.

Nánari upplýsingar um tímasetningar og staðsetningu æfinga verða birtar þegar nær dregur.

Stjórn TKÍ