Ingibjörg fékk styrk frá Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ 2014

By:

Úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ 2014
Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá 500.000 kr. hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur 1 milljón kr. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 37 talsins. Þetta er tíunda úthlutun sjóðsins sem hefur nú úthlutað í heild 25 milljónum króna í styrki til afrekskvenna.

Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni:
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, 500.000. Ingibjörg Erla sem keppir fyrir Ungmennafélagið Selfoss hefur verið ein fremsta taekwondokona landsins um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Ingibjörg Erla er margfaldur Íslands- og bikarmeistari og fjórum sinnum hefur hún hlotið nafnbótina Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla hefur 4x orðið Norðurlandameistari í grein sinni og náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum. Ingibjörg Erla er í Team Nordic sem er hópur fremstu taekwondo keppenda norðurlanda. Ingibjörg Erla keppti fyrir skemmstu á EM U21 og mun á komandi mánuðum taka þátt í alþjóðlegum mótum þar sem keppt er um stig sem gilda til þátttöku á Ólympíuleikum.
Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, 500.000. Thelma Björg keppir fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Thelma Björg hefur náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Thelma hefur sett rúmlega 175 Íslandsmet í 25 og 50 metra laug frá árinu 2010. Besta árangri sínum til þessa náði Thelma Björg á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Eindhoven 2014 þar sem hún náði í bronsverðlaun. Í fyrra náði Thelma Björg fimmta besta heimsárangri í 400 metra skriðsundi sem jafnframt var þriðji besti tími í
FRÉTTATILKYNNING 13.11.2014
Evrópu. Á næstu misserum eru framundan mörg alþjóðleg verkefni t.a.m. HM í sundi í Glasgow á næsta ári.
Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona, 500.000 vegna æfinga og keppni á komandi mánuðum. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta sundkona landsins undanfarin ár. Besta árangri sínum til þessa náði hún á EM50 í sumar þar sem hún setti Íslandsmet og keppti í úrslitum í 50m. bringusundi þar sem hún náði 8. sæti. Í beinu framhaldi fór Hrafnhildur á heimsbikarmót í 25m laug í Doha, þar sló hún eigin Íslandsmet í 50 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur stundar nám í USA og mun æfa þar fram að Ólympíuleikum. Hrafnhildur hefur náð lágmörkum fyrir HM25 sem fram fer í Doha í desember.
Körfuknattleikssamband Íslands, 1.000.000 vegna A landsliðs kvenna. Stúlknalandslið KKÍ náðu góðum árangri á árinu þegar 16 ára landsliðið varð norðurlandameistari og U18 náði besta árangri sem náðst hefur á EM í þeim aldursflokki. Landslið Íslands í körfuknattleik kvenna er aftur mætt til keppni eftir hlé. Landsliðið keppti á EM smáþjóða á árinu þar sem þær náðu 2. sæti. Með góðri frammistöðu á mótinu sýndu Íslensku stúlkurnar að þær eiga heima í keppni bestu liða Evrópu. Á næsta ári stendur mikið til þar sem landsliðið keppir á Smáþjóðaleikum á Íslandi í byrjun júní og tekur svo í beinu framhaldi þátt í undankeppni fyrir EM sem leikin verður í júní og júlí. Framundan er áframhaldandi uppbygging landsliðsstarfs kvenna með þeim góða efniviði sem er til staðar.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður með framlagi bankans árið 2007. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Er nú verið að úthluta í ellefta sinn úr sjóðnum.
Með fréttinni fylgir mynd frá úthlutun sjóðsins fyrir árið 2014.
Sjóðurinn hefur frá upphafi virkað sem hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari framförum og árangri í íþrótt sinni.
Stjórn sjóðsins er skipuð þremur konum sem tilnefndar eru af Íslandsbanka og ÍSÍ. Stjórnina skipa nú þær Helga H. Magnúsdóttir sem jafnframt er formaður stjórnarinnar, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Sjóðsstjórnin heyrir undir framkvæmdastjórn ÍSÍ og gerir tillögur sínar um úthlutanir til hennar.
Við mat á umsóknum leggur sjóðsstjórn til grundvallar almennt viðmið íþróttahreyfingarinnar um stöðu íþróttamanna og flokka í afreksstarfi. Einnig eru möguleikar einstaklinga og flokka á að ná framförum í íþrótt sinni metnir. Afreksíþróttakonur og flokkar allra íþróttagreina sem viðurkenndar eru af ÍSÍ teljast styrkhæfar.
Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn vegna úthlutunar ársins 2014 og rann umsóknarfrestur út föstudaginn 19. september.
Nánar er hægt að lesa sér til um sjóðinn á heimasíðu ÍSÍ.
Frekari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson , sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, 8639980.