Dómaranámskeið vegna Reykjavík International Games í Sparring og Poomsae.
Dómaranámskeið vegna Reykjavík International Games í
Sparring og poomsae.
Dómaranámskeið í sparring verður fimmtudagskvöldið 16.janúar í Ármannsheimilinu frá kl.20-22.
Fyrirhugað er að hafa eingöngu 18 ára og eldri í dómgæslu á Reykjavíkur leikunum þar sem að þetta er alþjóðlegt mót.
Einnig er óskað eftir því að þeir sem eru í dómgæslu séu ekki keppendur þann dag sem að þeir eiga að dæma.
Því óskum við eftir því að félögin sendi sem flesta á þetta námskeið og er það þeim að kostnaðarlausu. (Þetta geta verið foreldrar sem að æfa og keppa ekki, gamlir iðkenndur sem eru í pásu eða hættir)
Einnig er gott ef landsliðið og fleirri sem að hafa áhuga á dómgæslu þó aldri sé ekki náð nýti sér þetta námskeið uppá að bæta kunnáttu í dómgæslu seinna meir. Farið verður yfir það helsta, rifjað upp það sem að við höfum farið yfir á síðustu mótum og nýjar reglur sem að hafa komið inn.
Þetta þarf að koma með á námskeiðið:
1. Svartar buxur, svartan jakka, hvíta skyrtu, svart bindi, taekwondoskó og eitt stykki penna. Ef þið eigið þetta ekki þá hafið þið tíma núna til að fá lánað einhverstaðar. Þetta á bara við þá sem að eru í Dómgæslu. Yngri en 18 ára þurfa ekki að koma með fatnað.
2. Blað og penna til að skrá niður punkta.
Dómaranámskeið í poomsae verður föstudagskvöldið 17.janúar í Ármannheimilinu frá 20-22.
Fyrirhugað er að hafa eingöngu 18 ára og eldri OG HELST SVARTBELTINGA í dómgæslu á Reykjavíkur leikunum þar sem að þetta er alþjóðlegt mót.
Einnig er óskað eftir því að þeir sem eru í dómgæslu séu ekki keppendur þann dag sem að þeir eiga að dæma.
Því óskum við eftir því að félögin sendi sem flesta á þetta námskeið og er það þeim að kostnaðarlausu. (Þetta geta verið gamlir iðkenndur sem eru í pásu eða hættir og hafa æft með landsliði og kunna öll formin)
Einnig er gott ef landsliðið og fleirri sem að hafa áhuga á dómgæslu þó aldri sé ekki náð nýti sér þetta námskeið uppá að bæta kunnáttu í dómgæslu seinna meir.
Farið verður yfir það helsta, rifjað upp það sem að við höfum farið yfir á síðustu mótum og nýjar reglur sem að hafa komið inn.
Þetta þarf að koma með á námskeiðið:
1. Svartar buxur, svartan jakka, hvíta skyrtu, svart bindi, taekwondoskó. Ef þið eigið þetta ekki þá hafið þið tíma núna til að fá lánað einhverstaðar.
2. Blað og penna til að skrá niður punkta.
Virðingarfyllst.
Taekwondosamband Íslands