Taekwondosamband Íslands Afrekssamband ÍSÍ
Núna um áramótin komst Taekwondosamband Íslands í flokk afrekssambanda ÍSÍ og er þar með ekki lengur verkefnasamband. Við erum ótrúleg stolt af þessum árangri sem kemur í kjölfarið á þrotlausri vinnu allra þeirra sem koma að afreksstarfi sambandsins. Þetta er ekki bara nafnbót heldur er þetta viðurkenning á að við séum á réttri leið og færir okkur hærri styrki til að halda áfram að byggja upp afreksstarfið. Þess má geta að árið 2024 var styrkur afrekssjóðs til TKÍ 1.950.000 en er nú tæpar 11.000.000 eða rúmlega fimmföld sú upphæð. Við stefnum ótrauð áfram í að standa við bakið á okkar besta fólki og vinna að því að byggja upp landsliðsfólk framtíðarinnar bæði í bardaga og formum.
