2 x GULL & 3 SILFUR
Frábært gengi landsliðs Íslands í Taekwondo bardaga

Núna um helgina fór landslið Íslands í Taekwondo bardaga til Riga til að keppa á tveimur alþjóðlegum mótum. Liðið var skipað þeim Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur sem keppti í senior -57 og -62 flokki, Guðmundi Flóka Sigurjónssyni senior -80 og Leo Anthony Speight sem keppti í senior -68. Fyrra mótið var European small states championship G-1 var á föstudeginum og svo það síðara Riga Open G-1 á sunnudeginum.
Þetta var klárlega helgin hans Guðmundar Flóka sem náði þeim magnaða árangri að sigra bæði mótin og er hann því búinn að vinna gull þrjú alþjóðlegmót í röð. Á European Small state keppti hann í 5 mann flokki og í 12 manna flokki á Riga Open. Hann er kominn með fjórar G-medalíur á árinu sem er alveg magnaður árangur (ekki síst þar sem hann er ennþá Junior). Ingibjörg fékk silfur á báðum mótunum annarsvegar í 3 manna flokki á European Small state og svo 14 manna flokki á Riga Open sem er einnig frábært. Leo landaði silfri á European small states í 6 manna flokki sem er hans 5 G-medalía á árinu. Helgin gaf því landsliðinu 5 G-medalíur sem er allveg ótrúlegur árangur og greinilegt að okkar fólk er á á mjög réttri leið komin með 11 G-medalíur á árinu.
Guðmundur Flóki var maður helgarinnar og sýndi ótrúlega takta í erfiðum og æsispennandi bardögum við öfluga einstaklinga. Hann er á seinasta ári í Junior en er búinn að vera að keppa í senior þetta árið með ótrúlegum árangri. Kominn með 3 gull og eitt brons í fullorðinsflokki sem er allveg ótrúlegt. Ingibjörg Erla var að koma til baka á sín fyrstu mót eftir meiðsli og sýndi frábæra takta og landaði tveimur silfur verðlaunum og var hársbreidd frá Gulli á Riga Open ekki slæmt það. Þetta var ekki helgin hans Leo en hann landaði þó silfri á EM smalls. Það eru bjartir tíma framundan hjá okkar frábæra Íþróttafólki og HM rétt handan við hornið.
Keflavík mætti líka með 9 keppendur á mótin og voru þau sum að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegu móti. Allir stóðu sig prýðilega. Á European Small state sigraði Amir 2 manna flokk Junior -78 og Heiða Dís Helgadóttir sigraði einnig tveggja manna flokk Cadet +59. Amir gerði sér svo lítið fyrir og tryggði sér einnig Gull í 3 manna flokki Junior +78 á Riga open . Viktor Berg Stefánsson vann svo Brons í 11 manna flokki cadet -37. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.
