1st Online Daedo Open European Championships 2020

By:

 Á þessum ótrúlegu Covid-19 tímum, þegar langflestir klúbbar um allan heim eru lokaðir og allar keppnir blásnar af, þá deyr Taekwondo Europe ekki ráðalaust. Þeir settu á laggirnar Opið Online Poomsae meistaramót, frá 4.-10. maí. 

Yfir 1.200 keppendur allsstaðar að úr heiminum skráðu sig til leiks. Að þessu sinni voru það svartbeltingar og börn með lituð belti. Hver keppandi sendi inn 6 form viku fyrir keppni. Tvö form fyrir forkeppni, tvö fyrir undanúrslit og tvö form fyrir úrslit. 

Keppnin fór þannig fram að innsendum formum var streymt á Youtube frá ca. 7 um morguninn að íslenskum tíma og fram eftir degi. Fjögur keppnisgólf voru í gangi alla dagana, með alþjóðlegum dómurum sem dæmdu heiman frá sér í beinni útsendingu. 

10 íslendingar tóku þátt í keppninni: 

Eyþór Atli Reynisson 

Álfdís Freyja Hansdóttir 

Hákon Jan Norðfjörð 

Þorsteinn Ragnar Guðnason 

Ásthildur Emma Ingileifardóttir 

Iðunn Anna Eyjólfsdóttir 

Ibtisam El Bouazzati 

Steinunn Selma Jónsdóttir 

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir 

Pétur Arnar Kristinsson 

Allir stóðu sig frábærlega á þessu fyrsta “Online” móti. 

Eyþór Atli, Álfdís Freyja, Þorsteinn Ragnar og Hákon Jan komust öll upp úr fyrsta riðli í undanúrslit í sínum flokkum, sem er flottur árangur og veit á gott fyrir komandi mót.

Við óskum þeim og öðrum keppendum til hamingju með árangurinn og þátttökuna í þessum tímamótaviðburði.