Nýtt taekwondofélag

By:

einherjilogo-001

 

 

 

 

 

Nú nýverið fékk Einherji aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur .

Við bjóðum Einherja velkomna í taekwondosamfélagið og hlökkum til að sjá sem flesta frá þeim á komandi viðburðum.

Taekwondofélagið Einherjar var stofnað árið 1991 af Ægi E. Sverrissyni. Nemendur hans, Sigursteinn og Björn byrjuðu Taekwondo feril sinn þar og hafa nú endurvakið félagið. Einherjar æfa bæði hefðbundið Taekwondo og Sport Taekwondo.
Mikil áhersla er á líkamlegar æfingar meðfram hefðbundnum æfingum og eru Ólympískar lyftingar, ketilbjöllur og Mobility æfingar grunnstoð í æfingakerfinu.
Æfingar eru fyrir börn, byrjendur fullorðna og afrekshóp. Upplýsingar og skráning hjá Sigursteini í sigursteinn@sporttaekwondo.is og í síma 772-7112 á skrifstofutíma.
Æfingar eru á Rafstöðvarvegur 9 110 Rvk
Kennarar:
Sigursteinn Snorrason
Björn Þ. Þorleifsson
Eduardo Rodriquez
Philippe Pinerd