Dómaranámskeið fyrir bardagadómara 7. maí

By:

Laugardaginn 7. maí nk. mun TKÍ halda námskeið fyrir bardagadómara.

Þeir sem hafa huga á því að mæta eru vinsamlegast beðnir um að mæta í svörtum buxum og hvítri skyrtu og með stílabók og skriffæri. Þátttökuskilyrði er rautt belti og 18 ára. Dómarar munu fá kvöldmat eftir daginn. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 18 manns. Dómurum verður raðað upp eftir reynslu og menntun þegar kemur að þátttöku á mótum.

Vinsamlegast sendi tölvupóst á tki@tki.is með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn

Aldur

Belti

D/T (Dómari/Tæknimaður)

Óskað er eftir því að félög sendi unga og efnilega keppendur (12-16 ára, rautt belti og hærra, hámark 12 keppendur) til þátttöku, með allar hlífar. TKÍ mun útvega Daedo búnað fyrir utan táslur sem einstaklingar koma með sjálfir. Keppendurnir munu einnig fá kvöldmat eftir daginn. Þeir keppendur sem ætla sér að taka þátt þurfa einnig að senda inn upplýsingar á tki@tki.is til að tryggja að allir fái jafningja á æfingunum. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru:

Nafn

Aldur

Belti

Þyngd

Viðburðurinn fer fram í Mudo Gym, Víkurhvarfi 1 og hefst námskeiðið kl. 09.00 og stendur til kl. 19.00. Yfirdómari TKÍ, Malsor Tafa, sér um námskeiðið ásamt meðlimum dómaranefndar. Gunnar Snorri Svanþórsson yfirmaður tæknimála sér um Daedo námskeið samhliða dómaranámskeiðinu.