Afreksstefna Taekwondosambands Íslands 2025 – 2028
Inngangur
Taekwondosamband Íslands (hér eftir TKÍ) var stofnað árið 2002. Í dag er taekwondo íþróttin stunduð af 13 aðildarfélögum TKÍ. Innan íþróttarinnar Taekwondo eru tvær megin greinar, annars vegar Kyorugi eða bardagi og hins vegar Poomsae eða form. Bardagahlutinn eru ólympíuíþrótt. Um 1000 til 1200 iðkendur stunda Taekwondo á Íslandi hvert ár.
Framkvæmd
Stjórn TKÍ í samstarfi við landsliðsnefndirnar fer yfir afreksstefnu sambandsins í upphafi hvers árs. Uppfærð afreksstefna er lögð fyrir Taekwondoþing ár hvert til kynningar, umræðu og samþykktar. Að þingi loknu er afreksstefnan uppfærð á heimasíðu sambandsins í samræmi við samþykktir þingsins.
Markmið
Markmið afreksstefnu TKÍ er eftirfarandi:
- Ísland stefnir á að eiga keppendur í 16 manna úrslitum á Evrópu- og/eða heimsmeistaramótum á árunum 2025 og 2026.
- Ísland stefnir á að eiga keppendur í úrslitum á Evrópu- og/eða heimsmeistaramótum á árunum 2027 og 2028.
- Ísland stefnir á að eiga keppendur í úrslitum á sterkum alþjóðlegum mótum.
- Ísland stefnir á að koma keppendum á Ólympíuleikana 2028 og Ólympíuleika æskunnar á tímabilinu.
Styrkleikar/veikleikar
- Styrkleiki er meðal annars mjög efnilegir keppendur
Þau atriði sem standa vexti íþróttarinnar fyrir þrifum á Íslandi eru eftirfarandi:
- Skortur á þjálfurum og þjálfaramenntun en íslenskir þjálfarar þurfa að leita sér endurmenntunar erlendis sem er kostnaðarsamt.
- Fjöldi iðkenda.
- Skortur á keppniskerfum hjá deildum í landinu. Á alþjóðlegum mótum eru tvennskonar keppniskerfi notuð. TKÍ notar annað þeirra á mótum innanlands. Nauðsynlegt er fyrir afreksfólk TKÍ að sambandið að komi sér upp hinu kerfinu líka.
- Kostnaður er einnig mikill við þátttöku á mótum erlendis.
Landsliðsþjálfarar
Landsliðsþjálfarar Íslands þurfa:
- að hafa staðgóða þekkingu á Taekwondo sem keppnisíþrótt.
- að hafa staðgóða þekkingu á alþjóðlegu regluverki íþróttarinnar og nýungum í þjálfun.
- að hafa lokið þjálfaramenntun ÍSÍ eða sambærilegri menntun.
- að hafa reynslu í að þjálfa afreksfólk í Taekwondo á hæsta stigi íþróttarinnar
- að hafa keppnisreynslu á hæsta stigi.
- að funda á hverju ári með yfirþjálfurum deilda til að kynna markmið landsliðanna og áherslur á keppnisárinu.
Aðstaða til keppni og æfinga
Taekwondo er hægt að stunda við einföld skilyrði þó er æskilegt að keppnisgólfdýnur séu til staðar. Flest íþróttahús landsins fullnægja þessum þörfum að viðbættu keppnisgólfi.
TKÍ er ekki með eigin aðstöðu til æfinga fyrir landslið sín. Hafa landsliðin því verið á flakki milli aðildarfélaganna með æfingaaðstöðu.
Mót
TKÍ stendur fyrir fjölmörgum mótum ár hvert. TKÍ leggur áherslu á að skapa vettvang fyrir yngstu iðkendurna til að keppa sín á milli á bikarmótum og einnig styður TKÍ aðildarfélögin til að halda opnar æfingar og vinamót fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Helstu mót TKÍ innanlands eru eftirfarandi:
- Íslandsmót í formum (Poomse)
- Íslandsmót í bardaga (Kyrogi)
- Bikarmótaröð eru þrjú og þar er keppt bæði í formum og í bardaga.
Öflugri hópur keppenda hefur sótt alþjóðlegt mót undanfarin ár, annars vegar á vegum landsliðanna og hinsvegar á vegum félaga og hefur náð þar góðum árangri. Yngri keppendur eru farnir að sækja alþjóðleg mót í mun ríkari mæli og verða þannig betur í stakk búin undir að ná árangri erlendis en áður hefur þekkst. TKÍ stendur þétt á bak við aðildarfélögin þegar þau halda erlendis með keppnishópa.
Afrek
Afrek telst vera:
- að vinna til verðlauna á G/E* class mótum.
- að vinna til verðlauna Norðurlandamót og Smáþjóðamót Evrópu
- að komast í 8 manna úrslit á Evrópu- eða heimsmeistaramótum, hvort sem um er að ræða í unglinga- eða fullorðinsflokki
- að öðlast keppnisrétt á Grand-prix, Grand-slam, Ólympíuleikum æskunnar og Ólympíuleikunum.
Hvernig á að ná þessum markmiðum
Innan TKÍ skal starfa landsliðsnefnd bæði í bardaga og í formum, valin af stjórn TKÍ, til að halda utan um landsliðsmál sambandsins. TKÍ tryggir að hjá sambandinu séu starfandi hæfir landsliðsþjálfarar bæði í formum og í bardaga. Landsliðsþjálfarar skulu hafa skipulagðar landsliðsæfingar allan ársins hring, bæði opnar úrtökuæfingar og lokaðar æfingar fyrir keppnisliðin. TKÍ einsetur sér að hafa starfandi keppnislið í fullorðins- og unglingaflokki bæði í bardaga og í formum. TKÍ sendir keppendur frá u.þ.b. 15 ára aldri á alþjóðleg mót til að öðlast keppnisreynslu erlendis. Unglingalandsliðin fari utan í keppni amk. tvisvar á ári og fullorðins landsliðin amk. sex sinnum á ári.
TKÍ mun jafnframt hvetja aðildarfélögin til þess að fara með keppnishópa sína á mót erlendis og reynir að liðsinna félögum eftir fremsta megni.
Landsliðsfólk Íslands í Taekwondo skal hafa aðgang að heilbrigðiteymi sambandsins sem samanstendur af íþróttasálfræðingi, næringarfræðingi og sjúkraþjálfara.
A-landsliðsfólk geta sótt um styrki til TKÍ fyrir keppnisferðir samkvæmt reglugerð þar af lútandi.
Skipulag
TKÍ fer með málefni íþróttarinnar gagnvart ÍSÍ og er aðili að norrænu taekwondosamstarfi, Taekwondosambandi Evrópu (ETU), Alþjóðlega Taekwondosambandinu (WT) og er viðurkennt af Alþjóða Ólympíunefndinni, (IOC).
Landsliðsþjálfarar í samvinnu við landsliðsnefnd ber ábyrgð á að fylgja stefnu sambandsins í þeim málum sem þeim er úthlutað. Landsliðsþjálfarar velja keppendur í landslið Íslands og sjá um að undirbúa keppendur undir þau verkefni sem að ofan hafa verið talin til að ná þeim markmiðum sem fram koma í afreksstefnunni.
Landslið Íslands
Landslið Íslands í taekwondo eru valin af landsliðsþjálfurum hverju sinni og skulu þeir í það minnsta hafa eina til tvær opnar úrtökuæfingar á ári. Landsliðin æfa að lágmarki eina helgi í mánuði undir stjórn landsliðsþjálfara og einu sinni í hverri viku undir stjórn aðstoðarlandsliðsþjálfara. Stefnt er á að landsliðin taki þátt í erlendum æfingabúðum á hverju ári.Stjórn TKÍ og landsliðsnefnd velur þjálfara til umsjónar með hverju landsliði. Einnig skulu valdir aðstoðarlandsliðsþjálfarar sem aðstoða landsliðsþjálfarann og sjá um æfingar einu sinni í viku eftir leiðbeiningum landsliðsþjálfara. Landsliðsþjálfarar skulu vinna náið með þjálfurum þeirra félaga sem eiga menn í landsliðum á hverjum tíma. Við val í landsliðsverkefni er fyrst og fremst farið eftir árangri á G-mótum og æfingum ásamt líkamlegu ástandi keppenda. Endanlegt val er í höndum landsliðsþjálfara hverju sinni.
TKÍ starfrækir eftirtalda landsliðshópa bæði í bardaga og í formum:
- A-landslið karla og kvenna í 17 ára og eldri. A-landsliðsfólk skulu sækja mót og æfingabúðir erlendis samkvæmt markmiðasetningu sem unnin eru í samvinnu þjálfara félaga og landsliðsþjálfara. Landsliðsþjálfari og þjálfarar þeirra félaga sem eiga keppendur í landsliðum Íslands skulu vinna náið saman. Helstu verkefni A-landsliðfólks eru eftirfarandi:
- Taka þátt á EM og HM og vinna þátttökurétt á Ólympíuleikunum
- Vinna þátttökurétt á Grand-prix og Grand-slam með þátttöku í stigamótum World Taekwondo (G-mótum)
- A-landsliðsfólk skal sækja G-mót og æfingabúðir erlendis og hérlendis samkvæmt ákvörðunum landsliðsþjálfara.
- Fjármögnun við A-landslið greiðist af TKÍ, félögum og iðkendum samkvæmt reglugerð TKÍ um greiðslur og styrki.
- B-landlið karla og kvenna 17 ára og eldri. Verkefni B-landsliðsmanna er að vinna sér sæti sem A-landsliðsmaður. Fjármögnun við starf B-landsliðs skal TKÍ standa að í samstarfi við félögin og iðkendur sjálfa samkvæmt reglugerð TKÍ um greiðslur og styrki.
- A-Landslið karla og kvenna U17 ára. A-landsliðsmenn skulu sækja mót og æfingabúðir erlendis samkvæmt markmiðasetningu sem unnin er í samvinnu við þjálfara og landsliðsþjálfara. Landsliðsþjálfarar skulu vinna náið með þjálfurum þeirra félaga sem eiga menn í landsliðum á hverjum tíma. Verkefni A-landsliðs U17 er að taka þátt á EM og HM og vinna að þátttökurétti á Ólympíuleikum æskunnar. A-landsliðsmenn skulu sækja E-mót og æfingabúðir heima og erlendis samkvæmt ákvörðun landsliðsþjálfara. Fjármögnun við starf A-landsliðs U17 greiðist af TKÍ, félögum og iðkendum sjálfum samkvæmt reglugerð TKÍ um greiðslur og styrki.
- B-Landslið karla og kvenna: U17 ára. Verkefni B-landsliðsmanna er að vinna sér sæti sem A-landsliðsmaður. Fjármögnun við starf B-landsliðs skal TKÍ standa að í samstarfi við félögin og iðkendur sjálfa samkvæmt reglugerð TKÍ um greiðslur og styrki.
Verkefni 2025-2028
Eftirfarandi eru erlend verkefni sem stefnt er að ef fjárhagur leyfir og keppendur hafa sýnt árangur sem uppfyllir skilyrði til þátttöku í erlendum verkefnum.
Verkefni 2025
- Heimsmeistaramót fullorðinna í Bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í Bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í Formum
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í Bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í Formum
- Evrópumeistaramót í formum
- Norðurlandameistaramót í Osló, Noregi
- Evrópumeistaramót unglinga í bardaga
- Evrópumeistaramót unglinga í formum
- Opin mót í Evrópu
- Opin mót á Norðurlöndum
Verkefni 2026
- Evrópumeistaramót fullorðinna í bardaga
- Evrópumeistaramót fullorðinna í formum
- Norðurlandameistaramót
- Heimsmeistaramót unglinga í bardaga
- Úrtökur fyrir Youth Olympic Games
- Youth Olympic Games í Dakar
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í formum
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í formum
- Smáþjóðamót Evrópu í Taekwondo
- Opin mót í Evrópu
- Opin mót á Norðurlöndum
Verkefni 2027
- Heimsmeistaramót fullorðinna í bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í formum
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í formum
- Norðurlandameistaramót
- Evrópumeistaramót unglinga í bardaga
- Evrópumeistaramót unglinga í formum
- Opin mót í Evrópu
- Opin mót á Norðurlöndum
Verkefni 2028
- Úrtökur fyrir Ólympíuleika
- Ólympíuleikar í Los Angeles
- Evrópumót fullorðinna í bardaga
- Heimsmeistaramót í formum
- Heimsmeistaramót unglinga í bardaga
- Smáþjóðamót Evrópu í Taekwondo
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT G-class í formum
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í bardaga
- Alþjóðleg stigamót WT E-class í formum
- Norðurlandameistaramót
- Opin mót í Evrópu
- Opin mót á Norðurlöndum
Verkefni geta fallið niður ef ekki er til nægilegt fjármagn einnig geta bæst við verkefni. Landsliðsþjálfari eða staðgengill hans þurfa að fylgja keppendum á mót erlendis. Fararstjórar frá TKÍ fylgja keppendum á flest stórmót.
Fjármögnun
Landsliðsverkefni eru fjármögnuð með afreksstyrkjum frá Afrekssjóði ÍSÍ, með Lottó tekjum, af öðrum tekjum sambandsins og með styrkjum frá styrktaraðilum. Einnig greiða keppendur hluta kostnaðar við hverja ferð.
Fagteymi
Fagteymi er það fólk sem vinnur með landsliðum Íslands (þjálfara-, sjúkrateymi og aðrir). Stefnan er ávallt sú að fagteymið sé þannig skipað að starf og utanumhald landsliða Íslands sé í hæsta gæðaflokki.
Endurmat
Landsliðsþjálfari/landsliðsnefnd skilar stjórn TKÍ skýrslu á ári hverju þar sem síðasta ár er skoðað með tilliti til árangurs, eftirfylgni og áætlana. Landsliðsnefnd og stjórn meta stöðuna og halda eða breyta áætlunum hverju sinni.
Aðilar og ábyrgð
Stjórn TKÍ hefur alla umsjón og ber ábyrgð á afreksstefnu sambandsins. Aðilar að afreksstefnunni eru: Stjórn TKÍ, landsliðsnefnd, landsliðsþjálfarar. TKÍ skal kynna keppendum hlutverk þeirra og væntingar sem gerðar eru til þeirra sem valdir eru í landslið sambandsins. TKÍ skal vinna að því að virkja það fólk sem kemur að afreksstefnunni, til að vinna jafnframt með hóp ungra og upprennandi afreksmanna.
Samþykkt af stjórn TKÍ september 2024
*G/E mót. Mót sem gefa stig á heimslista. G mót eru í fullorðins flokki og E mót eru í unglingaflokki.