Poomsae dómaranámskeið
Kæru félagar,
Núna um helgina verður haldið annað dómaranámskeið í Poomsae. Jesper Jin Lund Pedersen yfirdómari danska sambandsins í poomsae kemur til með að halda námskeið fyrir þá sem vilja verða poomsae dómarar hér á Íslandi.
Námskeiðið að þessu sinni verður haldið í Mudo Víkurhvarfi 1, Kópavogi
Allir svartbeltingar, 18 ára og eldri með keppnisreynslu í poomsae eru hvattir til mæta.
Þeir sem eru orðnir 16 ára með rautt belti og hærra og hafa verið að mæta á landsliðsæfingar í poomsae eru velkomnir. Fólk fær svo réttindi þegar það klárar þau námskeið sem þarf og hefur náð tilskyldum aldri og beltagráðu.
Allir sem stefna á poomsae dómararéttindi er bent á að mæta.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Laugardagur 11. Feb :
9:00-11:00 Námskeið
12:00-13:00 Matur
13:00-15:00 Námskeið
Sunnudagur 12. Feb :
9:00-11:00 Námskeið