Úrslit bikarmót 1 13.-14. febrúar 2021
Kæru félagar,
Stjórn TKÍ þakkar ykkur fyrir frábært mót nú um helgina. Framkvæmd mótsins var með óhefðbundnu sniði vegna sóttvarna, og það var einstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel allir sameinuðust um gera mótið, þrátt fyrir það, svona vel heppnað í alla staði. Keppendur frá flestum félögum höfuðborgarsvæðisins og nágrennis mættu til leiks, margir hverjir að mæta sitt fyrsta mót en allir óskaplega fegnir að komast loksins að keppa í góðum félagsskap.
Á laugardeginum var keppt í poomsae og þar urðu Hákon Jan Norðfjörð úr Ármanni og Benedikta Valgerður Jónsdóttir úr KR keppendur dagsins. Á sunnudeginum var keppt í bardaga og voru Ásta Kristbjörnsdóttir og Wiktor Sobczynski, bæði úr Aftureldingu, keppendur þess dags.
Stjórn TKÍ vill þakka öllu starfsfólkinu sem kom að skipulagningu og framkvæmd mótsins, ósérhlífin sjálfboðavinna félaganna er það sem gerir mót möguleg. Sérstaklega vill stjórn TKÍ þó þakka Vigdísi Helgu Eyjólfsdóttur og Eyþóri Atla Reynissyni sem voru yfirdómarar helgarinnar í bardaga, annars vegar, og formum, hins vegar, og síðast en ekki síst Tryggva Rúnarssyni, ljósmyndara, sem hefur dyggilega myndað mót sambandsins í mörg mörg ár með miklum glæsibrag.
Stöðuna í stigakeppni félaga má sjá hér að neðan
Staða | Félag | Gull | Silfur | Brons | Stig | |
1 | Keflavík | 17 | 13 | 9 | 242 | |
2 | Afturelding | 11 | 15 | 8 | 176 | |
3 | Ármann | 8 | 7 | 2 | 118 | |
4 | KR | 6 | 2 | 5 | 76 | |
5 | Fram | 4 | 7 | 3 | 72 | |
6 | ÍR | 3 | 5 | 1 | 56 | |
9 | Selfoss | 0 | 0 | 1 | 5 |
Við sjáumst öll hress og kát á næsta móti!