Dómaranámskeið TKÍ 2021

By:

TKÍ mun bjóða upp á dómaranámskeið í sparring í samstarfi við sænska taekwondodsambandið. Svíarnir hafa boðist til að hafa samskonar menntun fyrir íslenska dómara og boðið er upp á sænska sambandinu og stendur því iðkendum í aðildarfélögum TKÍ til boða að sækja 4 námskeið á árinu 2021 til fullgildra dómararéttinda að erlendri fyrirmynd.

Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu og er óskað eftir því að félög sendi inn lista með þeim sem þau hyggjast senda á námskeiðið á netfangið tki@tki.is. Lágmarkskröfur til að skrá sig eru að iðkandi sé með rautt belti eða hærra og hafi náð 12 ára aldri.

Sunnudaginn 7. febrúar nk. verður boðið upp á námskeið í samstarfi við sænska sambandið á milli kl. 10:00 og 16:00 þar sem farið verður yfir dómaramál í aðdraganda bikarmótsins um aðra helgi, og óskar sambandið eftir að áhugasamir sendi póst á netfangið tki@tki.is eigi síðar en kl. 20:00 föstudaginn 5. febrúar. Námskeiðið þann 7. febrúar verður haldið í gegnum Zoom og munu þátttakendur fá sendan hlekk með aðgangi á fundinn. Frekari upplýsingar verða veittar skráðum iðkendum á laugardag.