Breyting á styrkveitingum TKÍ til landsliðsverkefna.

By:

Stjórn TKÍ hefur ákveðið útfrá tillögu landsliðsnefndar í Kyorugi að endurskoða styrki fyrir landsliðsverkefni hjá Senior A landsliðsfólki. 

Áður voru veittir styrkir allt að 50% fyrir ferða og hótelkostnaði. Einnig greiddi sambandið mótsgjald fyrir keppendur. 

Stjórnin hefur nú samþykkt að styrkir til senior keppanda vegna landsliðsverkefna verði hækkaðir í þrepum og muni nú vera 75% af ferða og hótel kostnaði. Einnig verður mótsgjald áfram greitt að fullu. 

Það er von sambandsins að þessi hækkun verði til þess að létta  undir með því flotta afreksíþróttafólki sem við höfum innan okkar vébanda og auki áhuga yngri keppanda á að komast í hóp Senior A keppanda. Það er von sambandsins að í nánustu framtíð sé hægt að auka enn við styrkina og vinna að því að auka hróður Íslands utan landssteinanna. Þessi breyting á við um Senior A landsliðskeppendur í Kyorugi og Poomsae.