Breytingar hjá landsliðinu í bardaga.

By:

Eftir rúmlega fjögur ára samstarf milli Chago Rodriguez og Taekwondosambands Íslands er komið að leiðarlokum og hefur stjórn sambandsins sagt upp samningi sínum við landsliðsþjálfarann. Landsliðsnefnd í samstarfi við Helga Rafn og Arnar Bragason munu taka við landsliðinu og sjá um þjálfun landsliðsins þar til nýr landsliðsþjálfari er ráðinn. Er það von sambandsins að með þessu takist að koma á samvinnu þvert á öll félög og að allt okkar besta fólk komi saman í öflugu landsliði sem við öll getum verið stolt af. Úrtökur í landsliðið verða auglýstar fljótlega.

Stjórn sambandsins vill þakka Chago kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar honum góðs gengis í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.