Útrás dómarar TKÍ

By:

24. ágúst síðastliðinn fóru á vegum TKÍ Malsor Tafa IR yfirdómari okkar íslendinga og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir NR okkar eini núverandi kvennkynsdómari í bardaga til Danmörku til að dæma á Wonderful Copenhagen 2019. Stóðu þau sig bæði með prýði og fékk Malsor meðal annars verðlaun sem besti dómarinn á sínu gólfi. TKÍ er stolt af sínu fólki.

 Það er mikilvægur partur af uppbyggingu okkar dómara að komast á erlend mót til að öðlast reynslu sem nýtist svo á okkar eigin mótum. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á dómgæslu að skrá sig á námskeið TKÍ í dómgæslu. Næsta námskeið í poomsae dómgæslu verður haldið 28-29 september og svo er námskeið í Kyorugi dómgæslu 12-13 október. Bæði námskeiðin eru kennd af alþjóðlegum dómurum og þeir sem standast námskeiðin og eru með aldur og lágmarks gráðu munu fá dómararéttindi að loknu námskeiði. Skráning fer fram með því að senda inn nafn, aldur, beltagráðu og félag á netfangið domaranefnd@tki.is.