Áskorun til ETU og WTF
Stjórn TKÍ sendi í gærkvöldi áskorun til evrópska taekwondosambandsins, ETU, og alþjóðlega taekwondo sambandsins, WTF, þess efnis að bregðast af fullum þunga við þeim ferðatakmörkunum sem settar eru á íþróttamenn frá tilteknum löndum til Bandaríkjanna.
Þessar takmarkanir mismuna íþróttafólki sem m.a. keppist við að safna stigum til þátttöku á ÓL 2020 og ganga gegn þeim anda virðingar sem einkennir taekwondo, og í raun íþróttir almennt.
Það er von TKÍ að bæði álfusambandið og heimssambandið taki málið upp á sínum vettvangi og muni grípa til aðgerða til að tryggja jafna möguleika íþróttamanna hvaðan sem þeir eru ættaðir.
Stjórn TKÍ