Landsliðæfingar, viðbótar úrtökur fyrir landslið Íslands, RIG 2017
Komið þið sæl, helgina 28.-29. janúar verður stór helgi fyrir taekwondo. Á laugardeginum verða æfingar hjá landsliðum í sparring og poomsae og á sunnudeginum verður RIG haldið í Laugardalshöll.
Æfingarnar á laugardeginum verða fyrir báðar greinar á sama tíma og alla hópa, og hefur stjórn TKÍ ákveðið að hafa viðbótar úrtökur fyrir landsliðin á þeim æfingum samhliða RIG. Það þýðir að allir áhugasamir sem vilja reyna að komast í landsliðið geta freistað þess um aðra helgi, en þeir sem þegar eru í landsliðinu munu halda sæti sínu í liðinu, þannig að einungis er um úrtökur til fjölgunar að ræða. Æfingar beggja landsliða eru opnar öllum og ekki er nauðsynlegt að þeir sem þær sækja séu annað hvort í landsliðinu eða séu að spreyta sig á að komast í landsliðið; áhugasamir geta mætt og tekið góða æfingu í góðum hópi.
Æfingarnar verða haldnar 11-13 annars vegar og 14-16 hins vegar, og verður poomsae og sparring æfingar á sama tíma og á sama stað, þannig að þeir iðkendur sem vilja mæta á báðar æfingar geta það með góðu móti. Staðsetning verður auglýst þegar nær dregur.
Báðir landsliðsþjálfarar verða svo á RIG á sunnudeginum og munu fylgjast með keppendum þar.
Stjórn TKÍ minnir núverandi landsliðsfólk á skyldumætingu á æfingarnar á laugardeginum sem og að það þarf að taka þátt í RIG, enda er virk þátttaka í landsliðsstarfi skilyrði veru í landsliðinu.
Stjórnin