Ársþing TKÍ 2011

By:

Kæru taekwondo iðkendur og velunnarar.
Ársþing Taekwondosambands Íslands verður haldið í húsnæði ÍSÍ, við Engjaveg í Laugardal, fimmtudaginn 26. maí 2011 kl. 19.

Dagskrá
1. Þingsetning.
2. Kosning 1. og 2. þingforseta.
3. Kosning 1. og 2. þingritara.
4. Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.
5. Ávörp gesta.
6. Álit kjörbréfanefndar.
7. Skýrsla stjórnar lögð fram.
8. Endurskoðaðir reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar.
9. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
10. Kosning þingnefnda.
11. Þingnefndir starfa.
12. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.
13. Þjónustugjald ákveðið. Þjónustugjaldið er nefskattur, sem innheimtist af félögum/deildum miðað
við skráða iðendur árið á undan skv. starfsskýrslum ÍSÍ.
14. Tillögur um breytingar á lögum TKÍ teknar til umræðu og afgreiðslu,
15. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði teknar til umræðu og afgreiðslu.
16. Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem komið hafa fram á þinginu og þingmeirihluti leyfir.
17. Kosningar:
– stjórn og varastjórn, sbr. 10. grein
– 2 skoðunarmenn reikninga.
– fastanefndir sem starfa milli taekwondoþinga.
– fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ fer fram.
18. Þingslit.

Það ber að taka fram hvernig skal farið að við meðferð atkvæða og umboða:
7. grein

Á Taekwondoþingi hafa kjörnir fulltrúar einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu með málfrelsi og
tillögurétt hafa:
a) Stjórn TKÍ
b) Heiðursformaður og heiðursfélagar
c) Framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSÍ
d) Fastráðnir starfsmenn TKÍ
e) Fulltrúar í fastanefndum TKÍ

Auk þess getur stjórnin boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún telur ástæðu til.

Allir fulltrúar skulu vera tilgreindir á kjörbréfi frá viðkomandi sambandsaðila og skal skila kjörbréfum
inn til stjórnar TKÍ eigi síðar en viku fyrir þing. Hver fulltrúi fer með eitt atkvæði en getur auk þess
farið með annað atkvæði, samkvæmt skriflegu umboði þess sambandsaðila sem hann er fulltrúi fyrir.
Við afgreiðslu almennra mála og í kosningum, ræður einfaldur meirihluti atkvæða, en til lagabreytinga
þarf 2/3 hluta atkvæða.

Farið verður eftir reglum þessum varðandi meðferð atkvæða og kjörbréf sem berast seinna en viku fyrir þing, þ.e. eftir kl. 19 þann 19. maí eru ógild.

Eftirfarandi tillaga að lagabreytingu verður löggð fyrir þingið:

Lög Kukkiwon um DAN-gráðanir verða að lögum TKÍ um DAN-gráðanir og taki þegar gildi.

Þetta felur í sér að allar reglur Kukkiwon um DAN-gráðanir hverju sinni gilda einnig á Íslandi nema Kukkiwon hafi eða muni gefa undanþágur frá reglunum. Allar óskir um undanþágur munu fara í gegnum stjórn TKÍ hverju sinni sem síðan sendir þær áfram til Kukkiwon. Öll brot á reglunum munu einnig fara í gegnum Kukkiwon.

Hér fyrir neðan er slóð á reglurnar eins og þær eru í dag:
http://www.kukkiwon.or.kr/english/examination/examination08.jsp

Bestu kveðjur.
Stjórn TKÍ

ársþing-2011.doc