Ármann stigahæst á Íslandsmóti í tækni
Íslandsmót í tækni fór fram um helgina í Laugarbóli. Keppt var í fjölda greina og í mörgum flokkum innan hverjar greinar. Keppendur voru vel á annað hundrað og því mikið um að vera í Laugardalnum á laugardaginn. Samhliða mótinu var haldið barnamót Ármanns þar sem keppt var í sömu greinum og á Íslandsmótinu fyrir iðkendur yngri en 12 ára.
Í fyrsta skipti var keppnisfyrirkomulagið á Íslandsmótinu með sama sniði og gerist erlendis, þ.e. dregið var um hvaða form (poomsae) ætti að gera í hvaða flokk og stigagjöf var nákvæmari en áður hefur tíðkast í kjölfar dómaranámskeiðs sem haldið var í tengslum við mótið. Var það álit þeirra sem komu að mótinu að við þetta færist taekwondo á hærra stig á Íslandi og verður samkeppnishæfara við það sem gerist erlendis.
Auk einstaklings- og parakeppni var keppt í músík/freestyle formum og MuYe (hópakeppni). Voru mörg atriðanna greinilega vel undirbúin og ljóst að mikil hugmyndaauðgi ríkir hjá taekwondo-fólki landsins.
Stigahæsta lið Íslandsmótsins var Ármann með 114 stig, Keflavík var í öðru sæti með 91 stig og í þriðja sæti var lið Þórs með 26 stig. Á barnamótinu sigraði Keflavík, Ármann var í öðru sæti og ÍR í þriðja sæti.