Beltakerfið
Beltakerfið virkar framandi fyrir marga hverja sem eru að byrja að æfa Taekwondo, þetta á reyndar við um flestar aðrar sjálfsvarnaríþróttir. Iðkendur taka próf með reglulegu millibili til að sýna sjálfum sér og þjálfaranum að þeir hafi lært og þróast í íþróttinni. Einnig er nauðsynlegt að taka próf til að komast áfram í greininni og læra æðri tækni, munstur og heimspeki á bak við hana.
Mikilvægt er að bera virðingu fyrir nemanda, eldri eða yngri, sem komist hefur lengra í Taekwondo rétt eins og við eigum að bera virðingu fyrir eldra fólki, sem veit meira um lífið en við sjálf.
Beltakerfið er í grundvallaratriðum eins hjá flestum félögum þó að til séu undantekningar. Yfirleitt er það þannig að byrjað er með 11. kup og þaðan unnið sig áfram jafnt og þétt upp í 1. kup. Þegar 1. kup er náð er næsta skrefið svartabeltaprófið sem byrjar í 1. Dan og síðan liggur leiðin áfram upp í 10. dan.
Beltakerfið
11. Kup: | Hvítt belti: Sakleysi og skaðleysi, byrjunin. |
10. Kup: | Hvítt belti með gulri rönd. |
9. Kup: | Gult belti: Sólin skín á nemandann og hann er að byrja að þroskast. |
8. Kup: | Appelsínugult belti: Þol og kraftur er að byggjast upp í nemandanum. |
7. Kup: | Grænt belti: Gróður. Nemandinn er að verða betri. |
6. Kup: | Blátt belti: Nemandinn er eins og sjórinn, hann veit mikið, en veit ekki hvar takmörkin liggja. Hann fær aukinn skilning. |
5. Kup: | Blátt belti með rauðri rönd. |
4. Kup: | Rautt belti: Rauðum er hér líkt við eld og táknar brennandi áhuga og e.t.v. bardagaandann. |
3. Kup: | Rautt belti með einni svartri rönd. |
2. Kup: | Rautt belti með tveimum svörtum röndum. |
1. Kup: | Rautt belti með þremur svörtum röndum. |
1. Dan: | Svart belti. Nemandinn er líkamlega sterkur og hefur öðlast mikla þekkingu og þroskast í Taekwondo. |
© Texti: Sigrún Anna Qvindesland