Yfirlýsing frá Taekwondosambandi Íslands vegna aðgerða bandarískra yfirvalda

By:

Taekwondosamband Íslands, TKÍ, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin.  Meisam hugðist keppa á US Open sem fram fer í vikunni í Las Vegas, en var meinað að ferðast þangað á þeirri forsendu að hann fæddist í Íran, og er einstaklingum þaðan nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

Meisam, sem varð íslenskur ríkisborgari árið 2012, er framúrskarandi íþróttamaður og hefur verið íþróttinni á Íslandi mikil lyftistöng síðan hann kom hingað til lands og hefur hann um árabil verið fastamaður í landsliði Íslands í bardaga.

TKÍ lýsir yfir fullum stuðningi við Meisam og er stjórn sambandsins þess fullviss að íslensk stjórnvöld munu gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara í þessu máli sem öðrum, og að hann muni geta keppt fyrir Íslands hönd á mótum erlendis í anda þeirrar virðingar sem er aðalsmerki íþróttarinnar.

Stjórn Taekwondosambands Íslands