Varðandi landslið í bardaga

By:

Vegna áherslubreytinga stjórnar TKÍ í landsliðsmálum hefur samningi við landsliðsþjálfarann í bardaga, Tommy Legind, verið sagt upp. Tommy hefur hér með lokið störfum fyrir sambandið. Ný stjórn vill þakka Tommy kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar honum góðs gengis í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Staða landsliðsþjálfara í bardaga verður auglýst á næstu dögum.