Um Taekwondo

Taekwondo er kóreisk bardaga-og sjálfsvarnaríþrótt. Hún er þróuð frá gamalli hernaðarlist Kóreumanna og byggist fyrst og fremst á sjálfsvörn þar sem fæturnir spila aðalhlutverkið.

Taekwondo skiptist í tvo meginhluta: Poomse og Sparring.
Poomse er sú hlið Taekwondo þar sem einn aðili framkvæmir tæknilegu hlið hennar.
Sparring er aftur á móti sjálf bardagahliðin þar sem tveir eða fleiri aðilar koma saman og berjast.

Taekwondo er viðurkennd af Alþjóðlega Ólympíuráðinu og var sýningaríþrótt á leikunum 1988 og 1992. Taekwondo var síðan í fyrsta skipti með sem opinber keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.
The World Taekwondo Federation eru alþjóðleg Taekwondo-sambönd. WTF Official Site.

Öll íslensku Taekwondofélögin eru í WTF.

Meira:

Orðið Taekwondo

Ágóði Taekwondo

Grunnþættir


Sagan á Íslandi