Lög TKÍ

Lög Taekwondosambands Íslands, TKÍ

 1. grein
  Heiti sambandsins er Taekwondosamband Íslands, skammstafað TKÍ og er æðsti aðili um öll mál taekwondoíþróttarinnar innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Aðsetur sambandsins og varnarþing er í Reykjavík. TKÍ er aðili að World Taekwondo Federation (WT).
 2. grein
  Taekwondosamband Íslands er samband íþróttafélaga á Íslandi sem iðka, æfa og keppa í taekwondoíþróttinni og eru aðilar að ÍSÍ.
 3. grein
  Hlutverk TKÍ er í meginatriðum eftirfarandi:
 4. a) Að vinna að stofnun nýrra deilda og efla á annan hátt taekwondoíþróttina í landinu.
 5. b) Að setja nauðsynlegar reglur um málefni taekwondoíþróttarinnar á Íslandi, löggilda dómara, vinna að heildarskipulagi móta svo sem Íslandsmóta og bikarmóta.
 6. c) Að vera fulltrúi taekwondoíþróttarinnar í alþjóðlegu samstarfi og sjá um að reglur varðandi íþróttina á Íslandi séu í samræmi við alþjóðareglur.
 7. d) Að vinna að kynningum og stuðla að gerð kennsluefnis sem nýtist öllum félögum innan sambandsins.
 8. e) Að efla jákvæða ímynd Taekwondo á Íslandi.
 9. grein
  Málefnum Taekwondosambands Íslands er stjórnað af:
 10. a) Taekwondoþingi
  b) Stjórn TKÍ.
 11. grein
  Reikningsár TKÍ er almanaksárið.
 12. grein
  Taekwondoþingið fer með æðsta vald í málefnum TKÍ og skal haldið árlega á tímabilinu mars til maí.

Atkvæðisrétt á þinginu hafa þau íþróttafélög á Íslandi sem iðka, æfa og keppa í taekwondoíþróttinni og eru aðilar að ÍSÍ.

Fulltrúafjöldi hvers félags fer eftir tölu virkra taekwondoiðkenda, 1 fulltrúi fyrir hverja 25 eða brot úr 25 iðkendur, allt að 100 iðkendum og þá 1 fulltrúi fyrir hverja 50 iðkendur upp í 200, og 1 fyrir hverja 100 iðkendur þar fram yfir.

Taekwondoþing skal boðað með auglýsingu og/eða tilkynningu með eigi minna en mánaðar fyrirvara.

Fundarboð skal senda héraðssamböndum og íþróttabandalögum/sérráðum, framkvæmdastjórum íþróttafélaga, formönnum taekwondodeilda viðkomandi félaga, skrifstofu ÍSÍ og birta skal fundarboðið á heimasíðu sambandsins.

Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn TKÍ a.m.k. þremur vikum fyrir þing.

Eigi síðar en tveimur vikum fyrir þing, skal senda héraðssamböndum og íþróttabandalögum/sérráðum, framkvæmdastjórum íþróttafélaga, formönnum taekwondodeilda viðkomandi félaga, skrifstofu ÍSÍ fundarboð (síðara fundarboð) með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir þingið. Það fundarboð skal ennfremur birta á heimasíðu sambandsins.

Þingið getur þó tekið fyrir mál, borin upp með styttri fyrirvara, að fengnu samþykki 2/3 hluta þingfulltrúa.

Taekwondoþing er lögmætt, ef löglega hefur verið til þess boðað.

 1. grein
  Á Taekwondoþingi hafa kjörnir fulltrúar einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu með málfrelsi og tillögurétt hafa:
 2. a) Stjórn TKÍ
 3. b) Heiðursformaður og heiðursfélagar
 4. c) Framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSÍ
 5. d) Fastráðnir starfsmenn TKÍ
 6. e) Fulltrúar í fastanefndum TKÍ
 7. f) Fastráðnir starfsmenn
 8. g) 1 fulltrúi héraðssambands/íþróttabandalags, sem hefur taekwondo íþróttagrein innan sinna vébanda.

Auk þess getur stjórnin boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún telur ástæðu til.

Allir fulltrúar skulu vera tilgreindir á kjörbréfi frá viðkomandi sambandsaðila og skal skila kjörbréfum inn til stjórnar TKÍ eigi síðar en viku fyrir þing. Hver fulltrúi fer með eitt atkvæði en getur auk þess farið með annað atkvæði, samkvæmt skriflegu umboði þess sambandsaðila sem hann er fulltrúi fyrir.
Við afgreiðslu almennra mála og í kosningum, ræður einfaldur meirihluti atkvæða, en til lagabreytinga þarf 2/3 hluta atkvæða.

 1. grein
  Dagskrá Taekwondoþings skal vera eftirfarandi:
  1. Þingsetning.
  2. Kosning 1. og 2. þingforseta.
  3. Kosning 1. og 2. þingritara.
  4. Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.
  5. Ávörp gesta.
  6. Álit kjörbréfanefndar.
  7. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  8. Endurskoðaðir reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar.
  9. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
  10. Kosning þingnefnda.
  11. Þingnefndir starfa.
  12. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.
  13. Þjónustugjald ákveðið. Þjónustugjaldið er nefskattur, sem innheimtist af félögum/deildum miðað við skráða iðkendur árið á undan skv. starfsskýrslum ÍSÍ.
  14. Tillögur um breytingar á lögum TKÍ teknar til umræðu og afgreiðslu.
  15. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði teknar til umræðu og afgreiðslu.
  16. Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem komið hafa fram á þinginu og þingmeirihluti leyfir.
  17. Kosningar:
  – stjórn og varastjórn, sbr. 10. grein
  – 1 skoðunarmaður reikninga til tveggja ára í senn. Á fyrsta þingi sambandsins sem þessi lög eru í gildi, skal þó kjósa 2 skoðunarmenn reikninga, annan til eins árs og hinn til tveggja ára.
  – fastanefndir sem starfa milli taekwondoþinga.
  – fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ fer fram.
  18. Þingslit.

Allar kosningar skulu vera skriflegar nema aðeins sé stungið upp á jafnmörgum og kjósa skal.

 1. grein
  Aukaþing má halda ef nauðsyn krefur eða ef helmingur sambandsaðila óskar þess. Allur boðunar- og tilkynningarfrestur til aukaþings má vera helmingi styttri en til reglulegs þings. Fulltrúar á aukaþingi eru þeir sömu og voru á næsta reglulega þingi á undan og gilda sömu kjörbréf. Þó má kjósa að nýju í stað fulltrúa sem er látinn, veikur eða forfallaður á annan hátt. Á aukaþingi má ekki gera lagabreytingar og ekki kjósa stjórn nema bráðabirgðastjórn, ef meirihluti kjörinnar aðalstjórnar hefur sagt af sér eða hætt störfum af öðrum orsökum, eða stjórnin að eigin dómi orðið óstarfhæf. Að öðru leyti gilda um aukaþing sömu reglur og um reglulegt taekwondoþing.
 2. grein
  Stjórn TKÍ skal skipuð 5 mönnum. Kjósa skal fyrst formann og síðan aðra stjórnarmenn. Formaður skal kosinn til tveggja ára í senn, síðan aðrir stjórnarmenn til tveggja ára í senn annað hvert ár þannig að eingöngu er kosið um tvö stjórnarsæti á hverju ársþingi og formann annað hvert þing.

Stjórnin skiptir með sér verkum.

Kjósa skal 3 menn í varastjórn TKÍ á hverju þingi til eins árs í senn.  Fyrst skal kjósa 1. varamann, svo 2. varamann og að lokum 3. varamann.   Röð varamanna ræður því hvenær þeir skulu kallaðir inn í stjórn vegna löglegra forfalla aðalmanna.

Kosningar skulu vera leynilegar og skriflega, nema þegar sjálfkjörið er í embættin.

 1. grein
  Helstu störf stjórnar TKÍ eru:
  a) Að framkvæma ályktanir og samþykktir taekwondoþings.
  b) Að annast rekstur sambandsins.
  c) Að vinna að eflingu taekwondoíþróttarinnar um land allt.
  d) Að semja leikreglur og reglugerðir fyrir taekwondoíþróttina.
  e) Að sjá um að farið sé eftir viðurkenndum reglum, lögum sambandsins og fyrirmælum taekwondoþings.
  f) Að ákveða stund og stað fyrir taekwondoþing.
  g) Að raða niður og ákveða stað og stund fyrir landsmót og bikarmót í samráði við stjórnir héraðssambanda og íþróttabandalaga (sérráða).
  h) Að senda framkvæmdastjórn ÍSÍ lögboðnar skýrslur og tilkynningar.
  i) Að sinna fyrir hönd Íslands alþjóðlegu samstarfi í málefnum taekwondoíþróttarinnar.
  j) Að innheimta þjónustugjald af félögum/deildum með skráða iðkendur árið á undan skv. starfsskýslum ÍSÍ.
 2. grein
  Ársskýrslur og ársreikningar sambandsaðila TKÍ skulu berast á tölvutæku formi til TKÍ fyrir 15. apríl ár hvert.
 3. grein
  Félög/deildir með iðkendur í taekwondo skulu láta stjórn sambandsins vita um mót sem þau halda og senda henni skýrslur um úrslit mótsins innan mánaðar eftir að móti lýkur.

Fulltrúa stjórnar er heimilt að vera viðstaddur öll mót í greininni.

 1. grein
  Sambandsaðilar skulu tilkynna stjórn TKÍ um aðalfundi sína og skal einn fulltrúi sambandsins eiga rétt á fundarsetu.
 2. grein
  Félagaskipti skulu fara fram í samræmi við Móta- og keppendareglur ÍSÍ.
 3. grein
  Um öll ágreiningsmál er upp kunna að koma innan taekwondoíþróttarinnar skal farið að lögum ÍSÍ um dómstóla ÍSÍ.
 4. grein
  Merki TKÍ er kassalaga með sterku skammstöfunarútliti. Það sýnir taekwondo íþróttamann, með nýstárlegu gagnsæju glerútliti, sparka bogaspark (dollyochagi). Í bakgrunni íþróttamannsins er bylgjótt flagg i bláum, rauðum og hvítum lit. Til hliðar við íþróttamanninn er skammstöfun TKÍ (í leturgerðinni impact). Undir merkinu er heitið Taekwondosamband Íslands (í leturgerðinni centur-bold). Litaval er skv. fylgiskjalihönnuðar www.eidola.com)
 5. grein
  Heiðursfélaga TKÍ má kjósa á taekwondoþingi.
  Heiðursfélagar TKÍ hafa rétt til setu á taekwondoþingum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
 6. grein
  Heiðursformann TKÍ má kjósa á taekwondoþingi, ef 4/5 mættra þingfulltrúa samþykkja kjörið. Heiðursformaður TKÍ kemur fram fyrir hönd sambandsins þegar stjórn þess eða formaður fela honum það.
 7. grein
  Tillögur um að leggja TKÍ niður, má aðeins taka fyrir á lögmætu taekwondoþingi. Til þess að samþykkja slíka tillögu þarf minnst ¾ hluta atkvæða kjörinna fulltrúa.
  Hafi slík tillaga verið samþykkt, skal gera öllum sambandsaðilum grein fyrir henni í þingskýrslunni. Tillagan skal svo tekin til umræðu og lokaafgreiðslu á næsta taekwondoþingi. Verði hún þá samþykkt aftur er það fullgild ákvörðun um að leggja TKÍ niður.
 8. grein
  Sé TKÍ þannig löglega slitið, skal afhenda ÍSÍ eignir TKÍ til varðveislu.
 9. grein
  Lög þessi öðlast gildi þegar eftir samþykkt þeirra og falla þá eldri lög úr gildi.

Þannig samþykkt á stofnþingi TKÍ 17. september 2002,með lagabreytingum á ársþingi TKÍ 2005 og með lagabreytingum á ársþingi TKÍ 2016.