Landsliðsnefnd TKÍ er nú í mótun.

 
Landsliðsnefnd ber ábyrgð á starfsemi Landsliðshóps, Afrekshóps og U&E hópa TKÍ, eins og hún er sett fram í afreksstefnu TKÍ, svo og öðrum verkefnum og þáttum hinna ýmissra landsliðshópa TKÍ.
 
Hlutverk Landsliðsnefndar verður fjölþætt, en krefst m.a. samvinnu við mótanefnd, dómaranefnd og samráðs og samvinnu við stjórn TKÍ.
 
Landsliðsnefnd ber að skipa fimm verkefnisstjóra í samráði við stjórn TKÍ sem starfa í nánu samáði við landsliðsnefnd og sinna mismunandi þáttum Afreksstefnu TKÍ. Verkefnisstjórar skulu hafa opin samskipti við iðkendur sína, hlutaðeigandi landsliðsþjálfara og forráðamenn þeirra þar sem því ber að skipta og leitast við að virkja þau til þátttöku.
 
* Verkefnisstjóri – Ungir og Efnilegir (U&E)
* Verkefnisstjóri – Landsliðshópur Sparring (SPARR)
* Verkefnisstjóri – Landsliðshópur Poomsae (POOM)
* Verkefnisstjóri – Afrekshópur (AFREK)
* Verkefnisstjóri – Ólympíuleikar (ÓL)
 
Landsliðsnefnd skal styðja verkefnisstjóra sína með ráðum og dáðum, og er sjálf ábyrg fyrir starfsemi þeirra. Verkefnisstjórar landsliðsnefndar hafa aukaaðild að Landsliðsnefnd og skulu því geta fengið mikinn stuðning í öllum sínum verkum.
 
Landsliðsnefnd skal setja viðmiðunarreglur fyrir val og veru í landsliði í samráði við landsliðsþjálfara og verkefnisstjóra sína, þar með talið kröfur um líkamlegt ástand landsliðsmanna (s.s. T-próf og TRI-próf), svo og varðandi varðandi mætingarskyldu, þátttökuskyldu á mótum, þáttökuskyldu í fjáröflunarverkefnum, og aðrar kröfur sem gerðar skulu til landsliðsfólks. Reglurnar skulu taka tillit til sérkenna hvers hóps, s.s. verða auknar kröfur gerðar til AFREK og ÓL. Landsliðsnefnd skal auk þess sjá um að meta aðstæður og veita undanþágur frá þessum ákvæðum þegar ástæða er til, í samráði við verkefnisstjóra og landsliðsþjálfara.
 
Landsliðsþjálfarar skulu velja í landsliðshópa, afrekshópa og U&E með stjórn TKÍ að fenginni umsögn frá landsliðsnefnd og verkefnisstjóra.
 
Landsliðsnefnd skal vinna í nánu samstarfi við félagsþjálfarana, þar með talið við að skipuleggja og hafa eftirlit með þjálfuninni.
 
Landsliðsnefnd skal hafa eftirlit með að þjálfunarmál og aðstöðumál einstaklinga allra hópanna séu í lagi.
 
Landsliðsnefnd skal hafa eftirlit með að undirbúningur landsliða og einstaklingana í keppnisferðir á vegum TKÍ séu í lagi, í samráði við verkefnisstjóra, fararstjóra og aðstoðarlandsliðsþjálfara.
 
Landsliðsnefnd skal sjá til þess að æfingarbúðir verði haldnar innanlands í samræmi við afreksstefnu TKÍ og í samráði við stjórn TKÍ. Landsliðsnefnd er heimilt að leita samninga við einstök aðildarfélög um slíkt. Kostnaður af æfingabúðum skal greiddur að fullu af þátttökum, nema um annað sé samið við stjórn TKÍ.
 
Landsliðsnefnd skal vera umsagnaraðili stjórnar TKÍ í málefnum landsliðsþjálfara, auk þess sem að val landsliðsþjálfara skal vera í höndum landsliðsnefndar ásamt stjórn TKÍ. Stjórn TKÍ skipar endanlega landsliðsþjálfara. Einnig skal tekið fram að landsliðsnefnd hefur ekki umboð til fjárútláta án samráðs við stjórn, og skuli því sníða stakk sinn eftir vexti þegar kemur að vali landsliðsþjálfara. Landsliðsnefnd skal hafa samráð við viðeigandi verkefnisstjóra um slík mál, svo og við aðildarfélög sem eiga landsliðsmenn.
 
Landsliðsnefnd ber ábyrgð á að landsliðsþjálfurum sé sýnd kurteisi, virðing, skilning og þolinmæði. Landsliðsnefnd skal leitast við að sætta stríðandi fylkingar þegar ágreiningur kemur upp um landsliðsþjálfara, og skal vera sein til þess að rifta samningum við þá. Val landsliðsþjálfara skal ætíð vera hugsað til langstíma.
 
Landsliðsnefnd skal skapa og skrásetja viðmið um aga og góða siði í starfi landsliðsins ásamt þeim venjum og verkferlum sem nefndin sjálf, landsliðsþjálfarar, aðstoðarlandsliðsþjálfarar, verkefnisstjórar, og fararstjórar skuli hafa til þess að beita einstaklingum og aðildarfélögum agaviðurlögum. Slík viðmið skulu einnig ná til starfsmanna og sjálfboðaliða.
 
Hegðun forráðamanna og þjálfara landsliðsmanna, þar sem við á, er á ábyrgð landsliðsmannanna sjálfra. Ætlast er til þess að forráðamenn og þjálfarar temji sér einnig grunngildi Taekwondo íþróttarinnar þar sem landslið er að starfi, ellegar víki af vettvangi ef þau geta ekki orðið við því. Landsliðsnefnd er því heimilt að beita landsliðsmanni og félagi þess agaviðurlög, t.d. vegna slæmrar framkomu foreldra og þjálfara á mótum eða í erlendum keppnisferðum.
 
Landsliðsnefnd skal bera ábyrgð á að semja árlega skýrslu til stjórnar um starfsemi landsliðsanna í samræmi við afreksstefnu TKÍ.
 
Landsliðsnefnd skal bera ábyrgð á fjármögnun verkefna landsliðsins í samræmi við afreksstefnu TKÍ, í samráði við stjórn TKÍ, aðrar nefndir TKÍ þar sem það á við, og fulltrúa aðildarfélaga þar sem við á.
 
Landsliðsnefnd skal samræma dagskrá sína og undirnefnda sinna við dagskrá stjórnar og annarra nefnda, s.s. mótanefnd, svartabeltisprófanefnd, dómaranefnd og annarra nefnda sem stjórnin kemur til með að stofna.
 
Landsliðsnefnd skal gera langtímaáætlun um starfsemi landsliðsins sem nær yfir öll helstu stórmót sem TKÍ hefur áhuga á að taka þátt í ef unnt er, þar með talið Ólympíuleikum, Paralympics, Smáþjóðaleikum, Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, Norðurlandameistaramótum og Íslandsmeistaramótum.
 
Landsliðsnefnd skal meta auglýsingar um erlend mót og æfingabúðir og taka ákvörðun um þáttöku í samráði við viðeigandi verkefnastjóra, landsliðsþjálfara og stjórn TKÍ. Stjórn TKÍ skal ákveða hve margir keppendur verða styrktir á hvert mót. Landsliðsþjálfari skal ákveða í samráði við landsliðsnefnd hverjir fara á hvaða mót fyrir sig, og leita eftir samþykki iðkenda, forráðamanna þeirra, sem og félagsþjálfara.
 
Landsliðsnefnd skal tilkynna val á keppendum tásamt kostnaðaráætlun ferðarinnar il stjórnar TKÍ sem hefur endanlegt ákvörðunarvald. Stjórn TKÍ ákvarðar hve mikill styrkur verður veittur í hverri ferð.
 
Landsliðsnefnd skal leita samþykkis stjórnar TKÍ varðandi fjárútlát, ef kemur til álitamála, og í stórum málum svo sem ráðningar landsliðsþjálfara, hvaða erlend verkefni skuli taka þátt í, og hvar og hvenær æfingabúðir skulu haldnar.
 
Landsliðsnefnd skal kynna landsliðsmönnum og afreksíþróttafólki hlutverk þeirra, skyldur og væntingar sem gerðar eru til þeirra sem valdir eru í afrekshóp og/eða landsliðshópa sambandsins. Landsliðsnefnd skal einnig kynna forráðamönnum slíkt þar sem það á við, ásamt því að upplýsa þau um skyldur og væntingar sem sambandið gerir til þeirra sjálfra. Landsliðsnefnd er ábyrg fyrir því að undirnefndir fylgi þessum málum eftir með viðunandi hætti.
 
Landsliðsnefnd skal sjá til þess að íþróttamennirnir fái aðgang að og nýti sér fagteymi ÍSÍ í samvinnu við stjórn TKÍ og verkefnastjóra sína.
 
Stjórn TKÍ skal starfrækja samskiptahóp fyrir hvern landsliðshóp á Facebook eða með öðrum viðunandi hætti, og skal stjórn TKÍ, landsliðsnefnd og viðeigandi verkefnisstjóri vera boðin þáttaka í hverjum hópi. Ætlast er til þess að öll samskipti í samskiptahópum TKÍ hafi grunngildi íþróttarinnar að leiðarljósi.
 
Landsliðsnefnd skal vera ráðgjafi TKÍ í stefnumótun í málefnum afreksíþróttafólks og annars landsliðsfólks til framtíðar. Hún skal vera milligönguaðili íþróttafólksins við stjórn TKÍ
 
Landsliðsnefnd og landsliðin eru ábyrg fyrir að veita mótanefnd og dómaranefnd aðstoð við að manna stöður á mótum.
 
Landsliðsnefnd er ábyrg fyrir því að allir landsliðsmenn, aðstoðarþjálfarar, fararstjórar og landsliðsþjálfarar hafi viðeigandi sérmerktan fatnað til umráða í landsliðsverkefnum.
 
Stjórn TKÍ gerir sér grein fyrir umfangi þessa verkefnis og að einungis fjölskipuð landsliðsnefnd með sterkum verkefnisstjórum eigi þess kost að uppfylla allar sínar skyldur svo vel sé við unað.
 
Stjórn TKÍ mun því leita leiða til þess að fjármagna ráðningu verkefnisstjóranna og aðstoðarlandsliðsþjálfara eins og getið er um í afreksstefnu TKÍ.