Framkvæmdarstjóri TKÍ

By:

Valdimar Leó Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Taekwondosambands Íslands.

Valdimar er menntaður í Stjórnmálafræði og rekstrar- og viðskiptafræði. Hann hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meir en 30 ár m.a. sem  framkvæmdastjóri Aftureldingar og Ungmennasamband Eyjafjarðar.

Auk þess kennir hann fundarstjórnun og stjórnar ýmsum ársþingum og aðalfundum. Hann á sæti í Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar og hefur setið í ritstjórnum og  starfað sem trúnaðarmaður á vinnustöðum. Er skoðunarmaður reikninga MS félagsins og var þingmaður um tíma.

Valdimar mun bera ábyrgð á almennum rekstri og starfsemi sambandsins og sinna samskiptum og samstarfi við aðildarfélög.

Valdimar hefur þegar hafið störf og býður stjórn TKÍ hann velkominn til starfa.