Bikarmót I mun fara fram dagana 28. október og 3. nóvember.

Staðsetning: Íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ

Keppni í cadet, junior, senior og veteran flokkum fer fram sunnudaginn 28. október. Keppt verður í formum fyrri hluta keppnisdags og í bardaga síðari hluta keppnisdags.

Keppni í minior flokki fer fram laugardaginn 3. nóvember 2018 (áður auglýst 27. okt). Keppendum verður raðað með þeim hætti að þeir byrja að keppa í poomsae og fara svo strax að því loknu í keppni í bardaga, keppi þeir í báðum greinum.

Senda þarf fullgildar skráningar á netfangið tki@tki.is fyrir 23:59 laugardaginn 20. október 2018. Röng skráning getur valdið því að keppandi verði ekki gjaldgengur til keppni. Ekki verður tekið við skráningum eftir lok skráningarfrests.

Sjá nánari upplýsingar í boðsbréfi.

Boðsbréf á BM1 2018-2019