Fararstjóri

Fararstjórar TKÍ eru sjálfboðaliðar sem eru skipaðir fyrir tilteknar ferðir.  Um hlutverk fararstjóra gilda ákveðnar væntingar, skyldur og réttindi.
 
Fararstjóri bera persónulega ábyrgt á skipulag ferðarinnar og vellíðan allra þeirra er taka þátt. Á þetta við bæði um iðkendur og starfsmenn TKÍ s.s. Landsliðsþjálfara, í samráði við Landsliðsnefnd.
 
Fararstjóri skal samræma og framkvæma pantanir á ferðinni, þar með talið flug, gisting og ferðir milli flugvallar og hótels.
 
Fararstjóri skal safna saman reikningum varðandi ferðakostnaðs og gistikostnaðs og koma þeim til gjaldkera TKÍ þegar um styrktar ferðir er að ræða. Einnig skal fararstjóri sjá til þess að allir þeir sem óska eftir styrk fylli út styrktarumsókn, og skal fararstjóri tryggja að þær berist sem ein heild til stjórnar TKÍ til samþykktar.
 
Fararstjóri þarf að leggja út fyrir kostnaði teymisins eða fá aðra samferðamenn til þess eftir því sem þörf er á, og afhenda reikninga til gjaldkera TKÍ sem óskað er eftir að séu greiddir af sambandinu. Allir skulu greiða flug með eigin kreditkortum þar sem unnt er og afhenda fararstjóra reikninga þar að lútandi, enda hefur þetta úrslitaáhrif á ferðatryggingar erlendis. Að öðrum kosti skal fararstjóri sjá til þess að keypt sé aukaferðatryggingu fyrir viðkomandi.
 
Fararstjóri skal viðhalda tengiliðaskrá og afhenda samferðamönnum sínum þannig að allir sem eru í ferðinni hafi farsímanúmer og póstföng samferðamanna sinna. Fararstjóri skal viðhalda samskiptahóp fyrir ferðina í samráði við stjórn TKÍ (á Facebook eða með öðrum hætti). Í hópnum skulu vera allir keppendur, samferðamenn, stjórn TKÍ, landsliðsþjálfari og aðstoðarlandsliðsþjálfari. Öll mikilvæg samskipti teymisins skulu fara fram á þessum hóp, til þess að tryggja að allir sem að ferðinni standa séu vel upplýstir. Stofnun samskiptahóps skal vera eitt fyrsta verkefnið í hverri keppnisferð.
 
Halda utan um dagskrá (e. itinerary), og samræma þarfir annarra á þessu sviði eftir því sem unnt er.
 
Fararstjóri skal kynna sér boðsbréf móts með góðum fyrirvara, og ber sameiginlega ábyrgð með aðstoðarlandsliðsþjálfara á að farið sé eftir leiðbeiningum sem koma fram þar, m.a. varðandi sérmerktrar búnaðar / doboks.
 
Fararstjóri skal bera ábyrgð á framkvæmd sértækra verkefna og styrktarumsókna sem fylgja einstökum ferðum.
 
Fararstjóri er tengiliður keppenda við áhorfendur á mótsstað, og skal hvetja áhorfendur til þess að sýna samstöðu og góða framkomu. Fararstjóri ber ábyrgð á Víkingaklappinu.
 
Fararstjóri ber ábyrgð á að kanna að allir liðsmenn hafi nauðsynlegan keppnisbúnað með í för s.s. hlífar, góm, brúsa, dobok, belti, viðeigandi merktan fatnað s.s. landsliðstreyju, o.s.frv. með nægum fyrirvara til þess að unnt sé að panta nýjan varning ef þörf er á.
 
Fararstjóri ber ábyrgð á að kanna að allir liðsmenn hafi viðunandi íþróttatryggingu.
 
Fararstjóri skal kalla eftir að mikilvæg ferðagögn frá ferðaaðilum séu yfirfarin með viðeigandi fyrirvara til þess að unnt sé að bregðast við frávikum s.s. vegabréf, vegabréfsáritun, GAL / GOL leyfi, bólusetningarskírteinum ef við á, o.s.frv.
 
Fararstjóri skal bera alla ábyrgð á verkefnum aðstoðarlandsliðsþjálfara ef enginn aðstoðarlandsliðsþjálfari er með í fórum, ef aðstoðarlandsliðsþjálfari forfallast eða reynist ekki fær um að standa undir ábyrgð sinni. Fararstjóri skal undirbúa sig með því hugarfari, og skal því vera vel kunnugur mótsskipulaginu og hvernig það hefur áhrif á keppendur.
 
Fararstjóri hefur heimild til þess að óska eftir aðstoð keppenda og gesta þeirra sem með eru í för. Ef fararstjóri metur sem svo að hann hafi ekki fengið viðunandi stuðning frá teyminu þá skal fararstjóri láta erindi um slíkt fylgja með til stjórnar TKÍ.
 
Stjórn TKÍ áskilur sér rétt til þess að taka tillit til ábendinga einstakra fararstjóra þegar hún fjallar um styrkveitingar í allt að 2 ár.
 
Ef ósjálfráða einstaklingar eru með í för ber fararstjóri persónulega ábyrgð á þeim, nema forráðamenn hafa gert aðrar ráðstafanir og komið þeim upplýsingum til fararstjóra.
 
Æskilegt er að fararstjóri sé einstaklega hæfur í skipulagningu og mannlegum samskiptum. Auk þess er æskilegt að viðkomandi sé fær til þess að starfa sem þjálfari á keppnisgólfi og hafi öll tilskilin leyfi til þess. Fararstjóri skuli hafa viðeigandi menntun í skyndihjálp og hafa sótt fararstjóranámskeið ÍSI. Æskilegt er að fararstjóri geti haft samskipti við landsliðsþjálfara á móðurmáli þjálfara eða á ensku.
 
Fararstjóri skal koma ábendingum áleiðis til stjórnar TKÍ ef illleysanleg samskiptavandamál koma upp í ferðinni, hvort þá sem er af hendi keppenda, aðstandenda, eða annarra ábyrgðaraðila s.s. aðstoðarlandsliðsþjálfara eða landsliðsþjálfara.
 
Fararstjóra er skylt að grípa til aðgerða ef aðkallandi þörf er á, í samráði við aðstoðarlandsliðsþjálfara, en skal gæta meðalhófs í ákvörðunum sínum. Fararstjóri skal jafnframt tilkynna stjórn ákvörðun sína samdægurs ásamt rökum og benda viðkomandi aðilum á þessa tilkynningarskyldu sína. Stjórn TKÍ áskilur sér rétt til þess að beita viðkomandi agaúrræðum eftir þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og með sögu sambandsins í huga í sambærilegum málum. Stjórn TKÍ áskilur sér rétt til þess að skipa nýjan fararstjóra í miðri ferð í neyðartilfellum ef í ljós kemur að fararstjórinn höndlar ekki aðstæðurnar.
 
Fararstjóri skal leitast við að skipuleggja í samráði við teymið, aðstoðarlandsliðsþjálfara og landsliðsþjálfara að teymið sæki æfingar og viðburði ferðum sem stuðla að aukinni liðsheild.
 
Fararstjóri á jafnan rétt á styrk á við keppendur.