Varðandi Poomsae landsliðið

By:

Í lok janúar á þessu ári var samningnum við Poomsae Landsliðsþjálfarann Lisu Lents sagt upp og hefur Lisa hér með lokið störfum fyrir sambandið.

Ný stjórn vill þakka Lisu kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og óska henni góðs gengis í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Í samstarfi við landsliðsnefnd hefur stjórnin hafið vinnu við að brúa bilið hvað varðar æfingar þar til nýr þjálfari hefur verið ráðinn. 

Staða landsliðsþjálfara í Poomsae verður auglýst á næstu dögum.