Grunnþættir

  1. Poomsae: Er röð grunntækniatriða gegn ímynduðum andstæðing. Til að öðlast hærra belti verður maður að ná tökum á nýrri tækni, í nýjum formum. Alls eru það 10 form sem þarf að læra til að öðlast réttindi til að taka svartabeltispróf. Hér að neðan má sjá nöfn átta þeirra.
    Númer Nafn
    1 Taegeuk Il Jang
    2 Taegeuk Ee Jang
    3 Taegeuk Sam Jang
    4 Taegeuk Sa Jang
    5 Taegeuk Oh Jang
    6 Taegeuk Yook Jang
    7 Taegeuk Chil Jang
    8 Taegeuk Pal Jang
  2. Kyorugi (Sparring): Bardagi. Til eru nokkrar útgáfur af bardaga, s.s. ólympísk keppni, sjálfvörn, æfingabardagi, skrefabardagi o.s.frv.
  3. Kyokpa: Brot. Til að sannreyna raunverulegan styrk, hugrekki og ekki síst tækni nemanda eru brot ákveðinn þáttur af iðkun Taekwondo. Byrjað er að kenna undirstöðu brota með léttum plastplötum. Þegar iðkendur verða betri og fá hærra belti er farið að brjóta spýtur, flísar og loks múrsteina fyrir þá sem náð hafa svarta beltinu.
  4. Kibohn: Grunntækni. Líkamlegar æfingar og öll grunntækni fylgir alltaf Taekwondo, sama þótt viðkomandi sé orðin meistari. Einföldustu spörkin og armbeygjur eru alltaf á dagskrá.