Ágóði Taekwondo

Líkamlegt jafnvægi, styrkur, snerpa og liðleiki eru þættir sem eflast til muna. Há spörk eru eru mikið notuð og þess vegna eru góðar teygjuæfingar stór hluti íþróttarinnar.

Einbeiting, aukið sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfstjórn og bætt dómgreind stuðla að heilbrigðri hugsun. Sjálfsagi og sjálfsstjórn skipa stóran sess í íþróttinni, ásamt gagnkvæmu trausti nemanda og kennara.

Alhliða jafnvægi og heilbrigð sál í hraustum líkama er mjög mikilvægt þegar kemur að Taekwondo. Bættar lífsvenjur, sjálfsagi, kurteisi og virðing í garð annarra eru einkennandi fyrir sanna Taekwondo-iðkendur.