Taekwondo Ísland heimasíðan er ein af elstu íþróttatengdu heimasíðum á Íslandi.

1994 – 1996
Fyrsta Taekwondo Ísland heimasíðan. Í samræmi við Internetsmöguleikana á þessum tímapunkti þá var þessi síða afar einföld og lítilfjörleg. Tilgangur síðunnar var að kynna Taekwondo á Íslandi og þá klúbba sem tengdust íþróttinni. Eins og áður hefur komið fram var þetta ein af fyrstu íþróttasambandsheimasíðum á Íslandi og sennilega ein af fyrstu í heiminum.

1996 – 1997
Nýtt útlit og fleiri upplýsingar. Nýtt og betra notendaviðmót auðveldaði aðgang að síðunni svo um munaði. Að þessu sinni innihélt síðan mun fleiri upplýsingar um öll félögin á landinu, til dæmis upplýsingar um æfingatíma og staðsetning þeirra.

1997 – 2002
Þessi útgáfa innihélt enn meiri og nákvæmari upplýsingar um félögin. Þessi síða var uppi í fimm ár og var uppfærð reglulega. Fréttasíða, gestabók og viðamikil tenglasíða bættust við og einnig var hægt að skrá sig á póstlista og uppfærslulista heimasíðunnar.

2002 –
Nýtt útlit og ný hönnun. Með hjálp ECM verkfærisins frá Eidola höfum við hannað upplýsingasíðu (portal), sem auðvelt er að uppfæra og halda við. Þessi síða keyrir alfarið á gagnagrunni, sem gerir uppfærslu mun betri og aðgengilegri.
Margar upplýsingar hafa bæst við á síðuna, svo sem námsefni, spurningar og svör, á döfinni, betri innlendur fréttadálkur ásamt fleiru. Við vonum að þessi síða muni verða upplýsingamiðstöð fyrir þá sem stunda Taekwondo á Íslandi og erlendis og einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast og fylgjast með íþróttinni.

Lesið einnig fréttina um velgengi vefsíðunnar: Velgengi Taekwondo Ísland heimasíðunnar mikil.