TKÍ óskar eftir tilnefningum í Poomsae Landsliðsnefnd

By:

Óskað er eftir tilnefningum í Poomsae Landsliðsnefnd TKÍ. Æskilegt er að aðilar sem tilnefndir eru hafi reynlsu og þekkingu þegar kemur að afreksstarfi í Poomsae. Formaður landsliðsnefndarinnar Einar Carl Axelsson mun velja tvo nefndarmenn úr innsendum umsóknum í samráði við stjórnarmeðlimi TKÍ. Tilnefningar skal senda á tölvupóstinn landslidsnefnd@tki.is fyrir mánudaginn 25. apríl. Hlutverk Landsliðsnefndar er fjölþætt og krefst m.a. samvinnu við mótanefnd, dómaranefnd og samráðs og samvinnu við stjórn TKÍ. Fekari útlistun á hlutverki nefdarinna má finna hér.