Taekwondomaður ársins 2017

By:

1-Kristmundur íþróttamaður ársins

Kristmundur Gíslason

Kristmundur frá Taekwondodeild Keflavíkur hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Kristmundur varð Íslandsmeistari í bardaga á árinu ásamt því að sigra alla bardaga sem hann keppti í innanlands á árinu. Hann tók líka þátt í fjölda erlendra móta til að safna reynslu og stigum fyrir stigalista Ólympíuleikanna. Kristmundur keppti á 7 erlendum mótum á árinu og tók einnig þátt í æfingabúðum erlendis. Kristmundur var einn þriggja íslenskra keppenda sem unnu sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Suður-Kóreu í sumar og stóð sig þar með miklum sóma. Hann komst einnig áfram á Evrópumótinu sem haldið var í Búlgaríu nú í desember og varð í 5. sæti á Paris Open. Kristmundur hefur vakið mikla athygli hvar sem hann kemur fyrir góða tækni og baráttuvilja. Kristmundur var í ársbyrjun í 411. sæti á World Ranking listanum og var kominn í 146. sæti í árslok 2017. Hann hefur því hækkað um 265 sæti á árinu sem er talsvert afrek.

TKÍ óskar Kristmundi innilega til hamingju með útnefninguna og frábæran árangur á árinu sem leið og vonar að árið 2018 verði ennþá betra.