Poomsae dómaranámskeið

By:

Kæru félagar,

gleður okkur að tilkynna að nú er komið að því að vinna í poomsae dómaramálum sambandsins. TKÍ hefur því fengið Jesper Jin Lund Pedersen yfirdómara danska sambandsins í poomsae til að koma 29. október og byrja að halda námskeið fyrir þá sem vilja verða poomsae dómarar hér á Íslandi. 

Námskeiðið er stutt að þessu sinni og er undirbúningur fyrir framhaldsnámskeiðin sem haldin verða síðar. Námskeiðið er því undirstaða fyrir þá sem vilja dæma á mótum hér á landi. 

Allir svartbeltingar, 20 ára og eldri með keppnisreynslu í poomsae eru hvattir til mæta.

Staður og nákvæm tímasetning koma síðar. Allir sem stefna á poomsae dómararéttindi takið daginn frá.

Þeir sem ætla sér að mæta á námskeiðið eru beðnir um að senda póst á tki@tki.is fyrir 26. október og lesa meðfylgjandi poomsae keppnisreglur fyrir námskeiðið.