Uppruni fánans

Japanir komust til áhrifa í Kóreu árin 1894-95 og var landið innlimað í Japan árið 1910. Sovétmenn hernámu norðurhluta Kóreu 1945 en Bandaríkjamenn suðurhlutann. Ekki tókst að koma Kóreu undir eina stjórn vegna deilna stórveldanna og 1948 var lýst yfir stofnun Lýðveldisins Kóreu í suðurhlutanum og Alþýðulýðveldinu í norðurhlutanum.

Elsta merki jin og jangs fannst í Kóreu í lok 19 aldar, eða 1882. Á þeim tíma var ekki til neinn fáni í Kóreu og segir sagan að Young-Hyo Park hafi fyrstur komið með þá hugmynd að kóreski fáninn bæri merkið jin og jang. Á þessum tíma var Kórea undir miklum áhrifum japanskra, kínverskra og rússneskra landnema sem eflaust hafði einhver áhrif á útlit og merkingu fánans.

Í huga Kóreubúa er merking fánans innblástur og stolt, enda merking fánans djúpstæð og byggð á aldargamalli speki. Þegar Yi konungsættin leið undir lok árið 1909 hernámu Japanir Kóreu. Japanir gerðu ítrekaðar tilraunir með hörku og ofbeldi til að útrýma öllu því sem átti uppruna til Kóreu og þjóðarinnar, þar á meðal taekwondo. Sjálfsvarnartæknin var stunduð í algerri leynd sem hélt þannig lífi og er því til í dag. Þjóðarfáni Kóreumanna var falinn og ekki flaggað né notaður aftur fyrr en Kórea fékk aftur sjálfstæði árið 1945. Þjóðarfáni Kóreumanna er því tákn fyrir langa baráttu fyrir sjálfstæði og frelsi.

Mynd. Elstu jang og jin merkin fundust í Kóreu árið 1882.