Hvert félag hengir upp kóreska fánann og sinn þjóðarfána í þeim íþróttasal þar sem listin er iðkuð. Í upphafi og lok hverrar æfingar votta iðkendur viðingu sína fyrir fánunum. Hvort sem kalla megi þetta hefð eða reglu stendur hún fyrir sínu og sendir ákveðin skilaboð til iðkenda og kennir þeim og minnir á uppruna þeirra sjálfra og íþróttarinnar. Einkennir þessi háttur íþróttir eða listir sem eiga rætur sínar að rekja til austurlanda, en þaðan er þessi hefð komin.

© Texti: Írunn Ketilsdóttir